fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 07:00

ússneskir hermenn á Krímskaga. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Voldomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, segir að aðeins sé hægt að koma á friði á milli Rússlands og Úkraínu með því að Úkraína endurheimti hertekin landsvæði úr höndum Rússa, þá tekur hann stöðunni ekki alvarlega. Þetta segir Bryan Lanza, einn af helstu ráðgjöfum Donald Trump.

Lanza sagði þetta í samtali við BBC og sagði að ríkisstjórn Donald Trump muni leggja áherslu á að koma á friði í Úkraínu frekar en að aðstoða Úkraínumenn við að endurheimta þau landsvæði sem Rússar hafa hernumið.

Hann sagði að ríkisstjórnin muni biðja Zelensky að kynna sýn sína um raunhæfa leið til að koma á friði.

„Ef Zelenskyy kemur að samningaborðinu og segir að það sé bara hægt að koma á friði ef hann fær Krím, þá sýnir hann að hann tekur þessu ekki alvarlega,“ sagði Lanza.

Rússar innlimuðu Krím í Rússland 2014.

Zelenskyy hefur margoft sagt að Úkraínumenn ætli að endurheimta öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið, þar á meðal Krím.

Trump hefur sagt að hann „geti stöðvað stríðið í Úkraínu á 24 klukkustundum“ en hefur ekki lagt fram neinar skýrar áætlanir um hvernig hann ætlar að gera það.

Hann hefur einnig gagnrýnt mikinn stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, bæði hernaðarlegan og fjárhagslegan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir