Lanza sagði þetta í samtali við BBC og sagði að ríkisstjórn Donald Trump muni leggja áherslu á að koma á friði í Úkraínu frekar en að aðstoða Úkraínumenn við að endurheimta þau landsvæði sem Rússar hafa hernumið.
Hann sagði að ríkisstjórnin muni biðja Zelensky að kynna sýn sína um raunhæfa leið til að koma á friði.
„Ef Zelenskyy kemur að samningaborðinu og segir að það sé bara hægt að koma á friði ef hann fær Krím, þá sýnir hann að hann tekur þessu ekki alvarlega,“ sagði Lanza.
Rússar innlimuðu Krím í Rússland 2014.
Zelenskyy hefur margoft sagt að Úkraínumenn ætli að endurheimta öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið, þar á meðal Krím.
Trump hefur sagt að hann „geti stöðvað stríðið í Úkraínu á 24 klukkustundum“ en hefur ekki lagt fram neinar skýrar áætlanir um hvernig hann ætlar að gera það.
Hann hefur einnig gagnrýnt mikinn stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, bæði hernaðarlegan og fjárhagslegan.