fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Ný könnun: Viðreisn komin við hlið Samfylkingar – Miðflokkurinn að kólna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 12:45

Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir leiða tvo stærstu flokkanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin heldur áfram að dala og Viðreisn að bæta við sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu sem kynntar voru í hádeginu. Samfylkingin mælist enn stærsti flokkurinn en ekki er marktækur munur á milli hennar og Viðreisnar.

Samfylkingin mælist nú með 20,1% fylgi en Viðreisn með 19,9%. Athygli vekur að samkvæmt könnun Maskínu þann 18. október var Samfylkingin með 22,8% fylgi en Viðreisn 13,8%.

Sjálfstæðisflokkurinn er á svipuðum slóðum og í síðustu könnunum og mælist nú með 13,4% fylgi. Miðflokkurinn hefur heldur dalað að undanförnu og mælist fylgi flokksins nú  12,6% eftir að hafa verið 17% þann 18. október síðastliðinn.

Flokkur fólksins mælist með 9,2% fylgi og er nokkuð stöðugur frá síðustu könnunum á meðan Framsóknarflokkurinn mælist með 7,3% fylgi.

Sósíalistaflokkurinn bætir töluverðu við sig og mælist nú með 6,3% fylgi eftir að hafa verið undir 5,0% í síðustu tveimur könnunum Maskínu. Píratar eru áfram á barmi þess að detta út af þingi en fylgi flokksins mælist nú 5,1%.

VG virðast vera í andarslitrunum en fylgi flokksins mælist nú 3,4% og þurrkast út af þingi ef kosningar fara á þennan veg. Lýðræðisflokkurinn mælist með 2,1% fylgi og Ábyrg framtíð 0,6%.

Miðað við þingstyrk á landsvísu myndu þingsæti skiptast á eftirfarandi hátt:

Samfylkingin, 14 þingsæti
Viðreisn, 14 þingsæti
Sjálfstæðisflokkurinn, 9 þingsæti
Miðflokkurinn, 8 þingsæti
Flokkur fólksins, 6 þingsæti
Framsóknarflokkurinn, 5 þingsæti
Sósíalistaflokkurinn, 4 þingsæti
Píratar, 3 þingsæti

Vísbendingar eru þó um að þeir flokkar sem ekki ná 5% á landsvísu nái inn þingsæti í einstaka kjördæmi og þá myndi þingstyrkur breytast.

Könnunin fór fram dagana 8. Til 13. Nóvember 2024 og voru 1.463 svarendur sem tóku afstöðu til flokks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings