fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar leikskólabarna í leikskólanum Sólborg fagna nú áfangasigri í baráttunni gegn mengandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi, einu líkbrennslu landsins. Líkbrennslan er nágranni leikskólans, sem og fleiri skóla, en starfsemin uppfyllir ekki kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um viðeigandi mengunarvarnir og hefur valdið leikskólabörnum og starfsfólki ama.

Fyrir viku risu foreldrar leikskólabarna upp og mótmæltu sinnuleysi yfirvalda. Í kjölfarið var greint frá því að starfsleyfi líkbrennslunnar yrði endurskoðað en starfsemin myndi þó halda áfram á meðan. Aftur mótmæltu foreldrar og nú hefur Bálstofan lagt fram þá tillögu að á meðan endurskoðun starfsleyfisins stendur verði starfsemin innt af hendi á nóttunni, til reynslu. „ Við leyfum okkur að fagna þessum mikilvæga áfanga í baráttunni,“ skrifar Matthías Kormáksson, formaður foreldrafélags leikskólans, í færslu á Facebook-síðu sína þar sem hann greinir frá tíðindunum.

Matthías Kormáksson

Ekki er þó um neinn fullnaðarsigur að ræða því Bálstofan hefur óskað eftir því að stunda dagbrennslu einnig þegar álagið er mikið. Á það var fallist en leita þarf þó eftir leyfi til Heilbrigðiseftirlitsins í hvert sinn.

„Við tilkynntum Heilbrigðiseftirlitinu að við sættum okkur ekki við þessa síðari tilhögun og hvöttum alla aðila til þess að einblína á lausnir sem miða að algjörlega mengunarlausum leikskóla, ekki bara stundum, heldur alltaf. Það er svo alveg ljóst að ofangreind tillaga getur aldrei orðið neitt annað en skammtímalausn. Við þörfnumst langtímalausnar og það markar upphafið að næstu baráttu okkar foreldra,“ skrifar Matthías ennfremur.
Í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú eftir hádegi fer Matthías hörðum orðum um framtaksleysi Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, en ráðuneyti hennar hefur setið aðgerðalaust hjá á í málinu.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Einkaaðilar séu í startholunum um að leysa vandamálið ef að pólitíkin gefur grænt ljós en það hefur ekki borist. Guðrún var spurð út í málið á dögunum og fer Matthías rækilega yfir það í greininni að svör ráðherrans standist enga skoðun.
„Þú sagðir í viðtalinu að þér þyki leitt að heyra um kvartanir okkar foreldra. Veistu hvað, við erum líka leið. Í sannleika sagt erum við einfaldlega bálreið og krefjumst aðgerða. Öll ráðuneytin eru starfandi þrátt fyrir þingslit og mörg þeirra eru að vinna hörðum höndum að alls konar málum. Á síðustu dögum höfum við fundið fyrir einlægum vilja starfsfólks bæði Heilbrigðiseftirlitsins og Bálstofunnar til þess að finna skammtímalausn í þágu barnanna. En eins og sakir standa virðist þín arfleifð í dómsmálaráðuneytinu vera algjört aðgerðaleysi í þessum málaflokki. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér,“ skrifar Matthías herskár fyrir hönd foreldra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands