Neytandi minnir fólk á að skoða upphæðina í verslunum áður en greitt er fyrir matarinnkaupin.
„Ég fór í Nettó í gær og þurfti að kalla á starfsmann til að láta hann vita að ég hefði ekki efni á 380 grömmum af hreindýra kjöti,“ segir karlmaður einn með gamansömum tón í færslu í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.
Hópurinn sem er á vegum verðlagseftirlits ASÍ er ætlaður sem vettvangur fyrir ábendingar um verðhækkanir hjá fyrirtækjum en einnig fyrir almenna umræðu um allt sem tengist verðlagi og neytendamálum í víðara samhengi. Markmið hópsins er virkja samtakamátt neytenda og auka aðhald með fyrirtækjum.
„Ég er ekki að kvarta yfir búðinni enda voru þetta bara mannleg mistök. Mér fannst þetta bara of fyndið, til að deila þessu ekki og bara að minna fólk á að kíkja á upphæðina áður en maður hendir kortinu sínu upp að posanum.“
Eins og sjá má er verðið sem rukkað var fyrir ansi hressilegt, og líklega ekki á færi margra að greiða þetta verð fyrir eina matarkörfu.