fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 08:15

Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar og frambjóðandi Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla fyrir margt löngu og fjallað var um í Spursmálum á mbl.is í gær.

Um var að ræða skrif á bloggsíðu þar sem höfundur kallaði sig German Steel, eða þýska stálið. Á einum stað skrifaði hann til dæmis að konur væru „lævísar, miskunnarlausar, undirförlar tíkur sem svífast einskis til að ná því fram sem þær vilja“.

Í viðtali í Spursmálum gekkst Þórður Snær við því að hafa verið höfundur skrifanna og bera ábyrgð á þeim. Þó yrði að taka tillit til þess að þau hafi verið skrifuð í hálfkæringi í ákveðinni menningu.

Þórður Snær skrifaði færslu á Facebook-síðu sína eftir miðnætti í gærkvöldi þar sem hann baðst afsökunar á skrifunum.

„Spursmál á mbl birtu í dag skrif eftir mig af 20 ára gamalli hópbloggsíðu, að mestu frá árinu 2004 þegar ég var rúmlega tvítugur. Vegna þess þá er rétt að ég játi skýrt að hafa skrifað og sagt ýmislegt á þessum árum sem var vandræðalegt, heimskulegt og rangt. Á því biðst ég auðmjúklega afsökunar án nokkurs fyrirvara,“ segir Þórður Snær sem birtir mynd af sér frá þessum tíma.

„Svo þroskast maður og breytist. Permanentið vex úr. Ekkert af því sem birt er í þessari frétt endurspeglar mín gildi eða skoðanir í dag né þann mann sem ég er. Maður lifir og lærir. Hér að neðan er mynd af mér frá þessum tíma. Ég hefði ekki tekið mikið mark á þessari týpu í dag ef ég ætti við hann samtal.“

Flestir þeirra sem skrifa athugasemdir við afsökunarbeiðnina taka vel í skrif Þórðar en þó ekki allir. Fjölmiðlakonan Snærós Sindradóttir er í síðarnefnda hópnum og segir meðal annars:

„Kommon. Þú varst fullorðinn maður (þú segir 24 en mogginn 27!) þegar þú lést þessi ummæli falla. Enginn vitskertur unglingur. Virðulegur blaðamaður á 24 stundum á daginn og einhver sorapenni sem fyrirlítur konur á kvöldin?

Ég var sjálf ung kona í blaðamennsku á sama aldri, 22 ára, og komin með nógu mikinn þroska og vit til að drulla ekki nafnlaust yfir fólk þegar vinnudeginum lauk. Þetta snýst líka um heilindi í starfi,” sagði Snærós og bætti við að ummæli hans væru í engu ólík þeim sem birtast á helstu incel-spjallrásum netsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“