fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur í dag leitað viðbragða Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, við alræmdum bloggskrifum Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda flokksins, sem dregin voru fram í dagsljósið í þættinum Spursmál á mbl.is í gærkvöld og DV hefur gert ítarleg skil í dag.

Sjá einnig: Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit

Þórður Snær skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.

Skrifin einkennast m.a. af klámfengnum og niðrandi athugasemdum um konur, andúð á feminisma og fitusmánun. Mörg verstu skrifin eru frá árinu 2004 er Þórður var 24 ára gamall námsmaður í Skotlandi, en þó er að finna mjög niðrandi skrif, m.a. um Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan, frá árinu 2007, er Þórður var 27 ára gamall blaðamaður á 24 stundum.

Frá sama ári er ennfremur að finna þessa færslu eftir Þórð Snæ:

„Ég er sérlegur aðdáandi Heiðveigar. Þið munið eftir Heiðveigu er það ekki? Hún var kærastan hans Vaidasar-Grétars. Sem henti Vaidasi í höfnina fyrir austan. Og stakk hann dauðann. Hún er líka dóttir Rósu Ingólfs. Og glæsilega klámmyndaleg. Ég sagði henni einu sinni að mig langaði að ríða henni. Hún gekk í burtu. Merkilegt hvernig sú lína virkar aldrei.“

Kristrún er enn að kynna sér skrifin

DV hefur leitað viðbragða Kristrúnar Frostadóttur vegna skrifa Þórðar Snæs. Í fyrstu stóð til að Kristrún myndi veita DV viðtal um málið í hádeginu en þá kom í ljós að bloggskrif Þórðar Snæs voru miklu umfangsmeiri en í fyrstu leit út fyrir. Samkvæmt heimildum DV er Kristrún að kynna sér skrifin og hugsanlegra viðbragða hennar vegna þeirra því líklega ekki að vænta fyrr en á morgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna
Fréttir
Í gær

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“