BBC skýrir frá þessu og segir að Klimenko hafi haft slæmt orð á sér fyrir hvernig hann kom fram við sína eiginn hershöfðingja og auðvitað andstæðingana.
Herdeild hans hefur verið sökuð um að hafa pyntað og drepið fólk úr eigin röðum og nokkrir af liðsmönnum herdeildarinnar eru sagðir hafa pyntað og drepið mann frá Texas, sem barðist með úkraínskum hersveitum sem eru hliðhollar Rússum, og að hafa sprengt lík hans í loft upp.
Bandaríkjamaðurinn, Russell Bentley, var kvæntur rússneskri konu og hafði árum saman barist með úkraínskum hersveitum sem eru hliðhollar Rússum. Hann var að sögn handtekinn í apríl og var síðan drepinn. Eiginkona hans telur að þeir fjórir rússnesku hermenn, sem hafa verið ákærðir fyrir morðið á honum, muni sleppa við refsingu ef þeir skrifa undir nýjan samning við herinn.
Klimenko er einnig sagður hafa rekið pyntingarbúðir í yfirgefinni námu í Petrovskaja í Donetsk. Þar eru rússneskir hermenn sagðir hafa verið neyddir til að millifæra launin sín og bætur til yfirmanna sinna.