fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Biður fólk að anda rólega – Það sé enginn að banna ömmur og afa

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Ingimundardóttir, frambjóðandi Viðreisnar, biður fólk að anda ofan í maga áður en það ræðst til atlögu á lyklaborðinu. Það ætli sér enginn að banna orðin „amma“ og „afi“.

Heiða skrifar um málið í aðsendri grein hjá Vísi en tilefni skrifanna er frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks.

„Ég mæli þó með því að fólk kynni sér frumvarpið áður en það fer að tala í hástöfum og hafa áhyggjur af því að einhver ætli að taka af því einhver hlutverk eða réttindi.

Frumvarpinu er nefnilega einungis ætlað að jafna réttindi fólk og passa að allir hópar sitji að sama borði.

Ég hef til dæmis heyrt því fleygt fram að nái frumvarpið fram að ganga fái afar ekki að kalla sig afa lengur. Það er alls ekki tilfellið, nema síður sé. Það er einungis verið að bæta við flóruna og passa að aðrir hópar þeirra sem eiga barnabörn og barnabörnin sjálf njóti sömu réttinda og afarnir.“

Samkvæmt núgildandi lögum er heimild að kenna ófeðrað barn við afa sinn. Sambærileg heimild er ekki til fyrir ömmur eða kynsegin aðila sem eiga barnabörn.

„Ef við hjónin ættum barnabarn eins og lögin eru núna mættu þau ekki kenna sig við mig, ömmuna, heldur bara eiginmann minn. Ég sé því ekki annað en að þetta sé til bóta.“

Heiða tekur fram að Viðreisn styður frumvarpið enda sé frelsi ein af grunnstoðum flokksins, þegar það skaðar ekki aðra. Umrætt frumvarp snúist um aukið jafnrétti, en það að einn hópur fá réttindi til jafns við aðra hópa þýði ekki að réttindi annarra séu skert um leið.

„Það getur verið öllum hollt að anda ofan í maga, tala við fólk og kynna sér mál áður en ráðist er til atlögu á lyklaborðið.“

Afar eru líka foreldrar

Rétt er að geta þess að um er að ræða tillögu að nýju orðalagi í lagabálkum til að meðal annars bæta stöðu kynsegin einstaklinga. Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem orðalagi laga er breytt til að færa í nútímalegra horf og sem endranær felst ekki í breytingunum að önnur orð séu bönnuð.

Umþrætta breytingin varðar eins og Heiða rakti ákvæði laga um mannanöfn, 2. mgr. 8. gr.  nánar tilgreint niðurlag ákvæðisins sem sjaldan reynir á en þar segir í dag:

„Hver maður skal kenna sig til föður eða móður nema hann eigi rétt á að bera ættarnafn og kjósi að gera svo, sbr. 5. mgr. Manni er enn fremur heimilt að kenna sig til beggja foreldra sinna eða bera ættarnafn sem hann á rétt á til viðbótar því að kenna sig til föður eða móður. [Með kenningu til föður í lögum þessum er einnig átt við kenningu til foreldris barns sem getið er við tæknifrjóvgun samkvæmt ákvæði 2. mgr. 6. gr. barnalaga.] 1) Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til afa síns.“

Eftir breytinguna gæti ófeðrað barn verið kennt til afa síns, ömmu sinnar eða kynsegin einstaklings í sama skyldleika. Ekki er komið fram gott kynsegin orð til að slást í lið með ömmum og öfum landsins en hugtakið foreldri foreldris nær þó að vera regnhlífahugtak fyrir alla þessa hópa.

Forsætisráðherra hefur meðal annars gagnrýnt frumvarpið en virðist sú gagnrýni byggjast á misskilningi. Bjarni getur nefnilega verið afi, en á sama tíma er óumdeilt að hann er foreldri foreldris. Hann á barn, barnið hans á barn, ergo foreldri foreldris.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“