fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 09:03

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreint út sagt ótrúlegt veður hefur verið á landinu síðastliðinn sólarhring og mældist til dæmis 22,9 stiga hiti á Sauðanesi við Ólafsfjarðarveg í Múla skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi.

„Hitatölurnar norðaustanlands hefðu sómt sér vel 11. júlí síðdegis einhvern góðviðrissumardaginn. En þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu Bliku.

Hann segir að skjót yfirferð leiði í ljós að hitinn í gærkvöldi hafi komist í 20 stig á ekki færri en átta veðurstöðvum norðaustanlands. Það verður áfram milt í veðri fyrir norðan í dag og á Akureyri verður til dæmis 14 stiga hiti og heiðskírt klukkan 10.

Þó er vakin athygli á því á vef Veðurstofunnar að hvasst verður í veðri og taka gular viðvaranir gildi í mörgum landshlutum í dag vegna sunnan hvassviðris eða storms.

Á Norðurlandi eystra tekur til dæmis gul viðvörun gildi um miðjan dag og má búast við suðvestan 15 til 23 metrum á sekúndu og vindhviðum yfir 35 metra á sekúndu við fjöll. Viðvörunin er í gildi fram til klukkan 18 annað kvöld.

Gular viðvaranir taka einnig gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Austurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendinu þar sem varasamt ferðaveður verður seinni partinn í dag og fram á morgundaginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Allir muna dagsetninguna en Pútín sér eftir að hafa valið þennan dag

Allir muna dagsetninguna en Pútín sér eftir að hafa valið þennan dag
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hnífstunguárásin á Kjalarnesi – Mennirnir starfa hjá Matfugli – Sjónarvottur sá brotaþola illa særðan úti á götu

Hnífstunguárásin á Kjalarnesi – Mennirnir starfa hjá Matfugli – Sjónarvottur sá brotaþola illa særðan úti á götu
Fréttir
Í gær

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare
Fréttir
Í gær

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Völva DV – Íþróttasigrar, hlé á eldgosum og vinsælar valkyrjur

Völva DV – Íþróttasigrar, hlé á eldgosum og vinsælar valkyrjur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“