fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Telur að margir Pólverjar muni leita til Íslands á næstunni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki þykir ólíklegt að fleiri Pólverjar muni leita til Íslands á næstunni. Þetta segir Jacek Grybos í samtali við Morgunblaðið í dag en hann hefur mikla reynslu af íslenskum vinnumarkaði og samskiptum við Pólverja sem koma til Íslands í atvinnuleit.

Nokkrar ástæður eru fyrir þessu, að sögn Jaceks, en hann nefnir til dæmis hækkandi verðlag í Póllandi, uppsagnir fyrirtækja á starfsfólki þar í landi, erfiðleika sumra starfsstétta við að fá vinnu og hækkandi húsnæðiskostnaður.

Þá séu laun hér á landi svo mikið betri en í Póllandi að það borgi til að koma til Íslands í vertíðarvinnu. Loks nefnir hann að flugsamgöngur séu betri en nokkru sinni áður.

„Nú er næsta kreppa að banka á dyrnar í Póllandi. Við þurfum enda mikið af orku til að halda hagkerfinu gangandi og orkuverð er á uppleið,“ segir Jacek við Morgunblaðið en hann kom til Íslands árið 1991 þegar mikil kreppa var í Póllandi og launin afar lág.

Svo hækkuðu launin jafnt og þétt í Póllandi og undanfarið hefur verið hægt að fá ágæt laun í stórum borgum. Það er þó að breytast,“ segir hann við Morgunblaðið þar sem ítarlega er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Völva DV – Íþróttasigrar, hlé á eldgosum og vinsælar valkyrjur

Völva DV – Íþróttasigrar, hlé á eldgosum og vinsælar valkyrjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dreifa gjafabréfum til barna fyrir hlífðargleraugum

Dreifa gjafabréfum til barna fyrir hlífðargleraugum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar í Garði uggandi vegna framkvæmdar í Gaukstaðalandi – Óttast annað „Árskógaslys“

Íbúar í Garði uggandi vegna framkvæmdar í Gaukstaðalandi – Óttast annað „Árskógaslys“