fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 10:00

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er mennta- og barnamálaráðherra hafður í felum og er það af ástæðu? Ég væri ekki hissa ef svo væri því verklausari ráðherra, sér í lagi í málfalokknum sem snýr að olnbogabörnum, held ég að við höfum ekki haft en einmitt Ásmund Einar Daðason í áratugi,“

segir Davíð Bergmann í grein sinni á Vísi. Davíð hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að Ásmundur Einar hefði átt að segja af sér eftir brunann á Stuðlun og ítrekar þá skoðun í grein sinni.  

„Ég ætla að minna á það enn einu sinni að hann ber ábyrgð á þessum málaflokki. Ef mannslíf hjá ungum manni er ekki nóg til þess að segja af sér, hvað þarf þá til drengurinn deyr á stofnun sem heyrir undir hans ráðuneyti og málaflokk sem hann hefur vanrækt svo árum skiptir? Á hinum Norðurlöndunum myndi ráðherra segja af sér samdægurs, kannski vegna þess að þeir vita hver ráðherraábyrgðin er þegar svona alvarleg mál koma upp.“

Davíð vann til margra ára á Stuðlum og bendir fólki á að lesa grein fyrrum yfirmanns síns þar, Böðvars Bjarnasonar, Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu. Segir Davíð greinina gefa góða innsýn í hver veruleikinn hefur verið í þessum málaflokki og segir hann ekkert hafa lagast í ráðherratíð Ásmundar Einars sem mennta- og barnamálaráðherra hvað þessi mál varðar, miklu frekar versnað.

Enn bólar ekkert á meðferðarheimili í Garðabæ sex árum seinna

Davíð spyr hvað varð um þau áform að reisa sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ og hvort að teikningar séu enn í skúffu í fjármálaráðuneytinu.

„Þessi ráðherra hefur fengið algjörlega frítt spil hjá íslenskum fjölmiðlum og hann er aldrei spurður alvöru spurninga eins og hvað þarf til svo ráðherra sæti ábyrgð og segi af sér? Dugar ekki að einstaklingur í blóma lífsins láti lífið á stofnun sem er á hans ábyrgð og að hann hafi vanrækt skyldur sínar að sinna málaflokknum ungmenni í vanda svo árum skiptir? Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu ára til að sjá hver staðan er, svo ekki sé talað um málefni ungra afbrotamanna, þar spólum við í sömu hjólförum og fyrir 30 árum síðan?“

Segist Davíð tilbúinn að mæta Ásmundi Einari í fjölmiðlum og ræða þessi mál „á mannamáli við hann, þá kannski fást svör við því af hverju hann hefur dregið lappirnar í þessu og af hverju hann segir ekki af sér. Ég er til hvenær sem er.“

Segir Ásmund Einar duglegan í glærusýningum

Davíð segir Ásmund Einar og Sigurð Inga formani Framsóknarflokksins eiga það sameiginlegt að vera duglegir að halda glærusýningar, skipa í ráð og nefndir og vinna að skipulagi „sem ætlar engan enda að taka eins og í húsnæðismálum og samgöngumálum hjá Sigurði en það hefur ekkert orðið úr verki Ásmundar annað en að tala við fólkið í risinu á Fílabeinsturninum og dæla peningum þangað. Núna á að reyna að bjarga sér fyrir horn með því að opna með hraði meðferðarheimili í Skálatúni í Mosfellsbæ sem sinnir engan veginn þörfinni sem samfélagið okkar þarf á að halda í dag til að meðferða börn í alvarlegum vanda. Ætli hann haldi ekki álíka flugeldasýningu þá og þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingu við Garðabæ um að reisa sérhæft meðferðarheimili fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára 21. desember 2018 þegar hann opnar Skúlatúnsheimilið. En það stendur autt sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem var sérstaklega hugsað fyrir unga afbrotamenn, af hverju fer það ekki í notkun?“

„Á meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu, á sama tíma versnar lesskilningur drengja og staða olnbogabarna á Íslandi, og sér í lagi þeirra sem eru að glíma við fíkn og félagsleg vandamál, og úrræðum fækkar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg hefur eytt um 200 milljónum í hugmyndavinnu og hönnun vegna framkvæmda sem hefjast eftir meira en ár

Reykjavíkurborg hefur eytt um 200 milljónum í hugmyndavinnu og hönnun vegna framkvæmda sem hefjast eftir meira en ár
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Svandísi: „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“

Snorri allt annað en sáttur við Svandísi: „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“
Fréttir
Í gær

Þrjú málefni bera af í hugum kjósenda – Heilbrigðismálin tróna á toppnum

Þrjú málefni bera af í hugum kjósenda – Heilbrigðismálin tróna á toppnum
Fréttir
Í gær

Áslaug Arna hjólar í „stóra plan Samfylkingarinnar“

Áslaug Arna hjólar í „stóra plan Samfylkingarinnar“