fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir ekkert hæft í þeim ásökunum að blaðamenn Heimildarinnar hafi gengið of langt þegar þeir unnu frétt upp úr leynilegum upptökum af samskiptum Gunnars Bergmanns Jónssonar við falskan fjárfesti. Fram hefur komið að njósnafyrirtækið Black Cube sé líklega á bak við tálbeituaðgerðina sem hafi verið kostuð af ónefndum umhverfissamtökum.

Tálbeitan þóttist vera efnaður svissneskur fjárfestir sem hefði áhuga á að fjárfesta fyrir milljarða á íslenskum fasteignamarkaði. Gunnar Bergmann, var áður formaður félags hrefnuveiðimanna en starfar í dag sem fasteignasali. Hann átti tvo fundi við tálbeituna sem báðir voru teknir upp að honum óafvitandi. Þar talaði hann fjálglega um meintar fyrirætlanir föður síns, Jóns Gunnarssonar, um að gefa vini sínum, Kristjáni Loftssyni forstjóra Hvals, leyfi til áframhaldandi hvalveiða við Ísland.

Heimildin hefur verið gagnrýnd fyrir að vinna frétt upp úr þessum upptökum enda liggi fyrir að þeirra var aflað með óheiðarlegum hætti.

Kristinn Hrafnsson tekur ekki undir þá gagnrýni. Það sé augljóslega fréttnæmt að sonur og viðskiptafélagi Jóns Gunnarssonar hafi útskýrt fyrir meintum fjárfesti hvað gerist bak við luktar dyr. Marga hafi grunað hvers vegna Jón Gunnarsson hafi skyndilega fengið starf innan matvælaráðuneytisins þrátt fyrir að stutt væri í kosninga. Leyniupptökurnar hafi nokkurn veginn staðfest þann grun.

Kristinn skrifar á Facebook:

„Í fyrsta lagi er það einfaldlega fréttnæmt að sonur og viðskiptafélagi Jóns Gunnarssonar úttali sig á upptöku um hvernig kaupin gerast á eyrinni með tilliti til hrossakaupa föður hans í spilltu samkrulli stjórnmála og viðskipta. Með upptökunni fæst nokkuð öflug staðfesting á því sem marga grunaði að væri grundvöllur að skipun Jóns sem kommisars í matvælaráðuneytið. Þetta er merkileg og fréttnæm afhjúpun.“

Blaðamenn hafi fullan rétt á að birta þessar upptökur og skipti þá engu hvort horft sé til laga, dómafordæma eða siðferðissjónarmiða. Blaðamenn hafi rétt til að birta efnið enda eigi það erindi við almenning og skipti þá engu hvort upptökurnar hafi upphaflega verið fengnar á hæpnum eða ólöglegum forsendum.

Það sé svo klár tilraun til að slá ryki í augu fólks að beina sjóninni frá sjálfri fréttinni með því að hjóla í miðilinn sem birti hana.

„Í þriðja lagi er það hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings að bölsótast út í tilurð þessa efnis og gera það að aðalatriði málsins og enn ömurlegra og lágkúrulegra að dylgja um meinta samsekt blaðamanna í einhverju ólögmætu, þegar fyrir liggur að tímalína málsins afsannar það.

Aðalatriði málsins er sú afhjúpun á spillingu sem staðfest er af viðskiptafélaga og syni þess sem er í miðpunkti í fléttunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt