fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 09:00

Guðni Ágústsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segir að Íslendingar þurfi núna að hugsa sitt ráð. Guðni skrifar grein í Morgunblaðið þar sem hann minnir á Framsóknarflokkinn og segir hann hafa reynst best þegar þjóðin hefur staðið á sundrungarbarmi.

„Hver verður nú for­sæt­is­ráðherra fari kosn­ing­arn­ar á versta veg? Hvaða ein­stak­ling­ur og flokk­ur er lík­leg­ur til að geta leitt hér þriggja flokka stjórn, svo ekki sé talað um fjög­urra flokka stjórn? Stillið nú upp for­mönn­um flokk­anna og spyrjið ykk­ur sjálf hver þeirra sé líklegast­ur,“ segir Guðni.

Segir Sigurð Inga fremstan

„Ég ef­ast ekki um að þar er Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fremst­ur meðal jafn­ingja. Hann sýndi það vel 2016 þegar Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son varð að segja af sér, þá féll allt strax í ljúfa löð og þjóðin kunni að meta störf Sig­urðar Inga. Með hon­um sækja fram ráðherr­ar sem hver og einn hef­ur getið sér gott orð,“ segir Guðni sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn í rúm tuttugu ár og var landbúnaðarráðherra á árunum 1999 til 2007.

Hann fer fögrum orðum um núverandi ráðherra flokksins; Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Willum Þór Þórsson og Ásmund Einar Daðason. Þá kveðst hann hafa gríðarlega trú á nýjum liðsmanni flokksins, forsetaframbjóðandanum Höllu Hrund Logadóttur, sem skipar 1. Sætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi.

Hefur mikla trú á Höllu

„Halla Hrund er nýr stjórn­mála­maður og magnaður talsmaður hug­sjóna og gilda sem snerta við hverj­um þeim sem hlust­ar á boðskap henn­ar. Hún tal­ar fyr­ir auðlind­um Íslands af meiri virðingu en flest­ir aðrir. Hún vill ekki vind­myll­ur á ann­an hvern hól. Hún tal­ar um land­búnað og bænd­ur af þrótti og ósk­ar þess að lands­menn beri sömu virðingu fyr­ir afurðum land­búnaðar­ins, skyr­inu, lamb­inu, ull­ar­vör­un­um og græn­met­inu, og Frakk­ar gera fyr­ir sín­um vör­um. Hún tal­ar fyr­ir land­vernd, grænni orku og nýt­ingu auðlind­anna af skyn­semi. Marg­ir flokk­ar hafa valið sér fræg and­lit en við fram­sókn­ar­menn setj­um fram konu sem klíf­ur tinda,“ segir hann.

Grein sína endar hann á þessum orðum:

„Fram­sókn­ar­menn og friðflytj­end­ur! Nú skul­um við efla þann flokk sem oft­ast hef­ur reynst best þegar þjóðin hef­ur staðið á sundr­ung­ar­barmi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn býður upp á lausn­ir í hús­næðismál­um unga fólks­ins, lækkaðan mat­ar­skatt, lægri vexti og að við kjós­um verðbólg­una burtu. Við vilj­um hvorki Trumpista né sósíal­ískt þjóðfé­lag. Við vilj­um búa í sam­vinnu- og jafnaðarmanna­sam­fé­lagi þar sem at­vinna og at­vinnu­líf blómstr­ar. Send­um sund­ur­lynd­is­fjand­ann á fer­tugt dýpi og kjós­um með land­inu okk­ar og tæki­fær­un­um. Þegar öllu er á botn­inn hvolft er það Fram­sókn sem er besti kost­ur­inn.“

Framsóknarflokkurinn hefur átt í vök að verjast í skoðanakönnunum að undanförnu en í Þjóðarpúlsi Gallup hefur fylgi flokksins verið í kringum 6-7 prósent síðustu mánuði. Í kosningunum 2021 fékk flokkurinn 10,7% fylgi og átta þingmenn kjörna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Í gær

5 gista fangageymslur eftir nóttina

5 gista fangageymslur eftir nóttina