fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 11:30

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur lagt fram á samfélagsmiðlum, á íslensku, ósk um ráðleggingar í fjármálum. Nánar tiltekið segist viðkomandi hafa keypt rafmyntir og ætli sér að selja þessa eign sína. Viðkomandi segir að gengishækkun á rafmyntunum hafi verið það mikil að hann eigi von á 30 milljóna króna gróða af viðskiptunum. Óskar hinn ónefndi einstaklingur eftir ráðleggingum um hvernig hann geti komist undan því að greiða fjármagnstekjuskatt af gróðanum. Óhætt er að segja að viðtökurnar í athugasemdum við færslu þessa ónefnda manns séu almennt ekki góðar.

Ýmsir sem taka til máls minna einstaklinginn á í hvað skattar meðal annars fara:

„Ef þú vilt ekki að heilbrigðiskerfið og fleira slíkt fái skatt af þínum tekjum ættirðu kannski að kaupa eyju þar sem þú getur búið einn, eða a.m.k. flytja frá Íslandi.“

Einhverjir svara þessari athugasemd með fullyrðingum um að væntanlegar skattgreiðslur þessa einstaklings myndu ekki renna til heilbrigðiskerfsins en það stenst augljóslega ekki þar sem það liggur fyrir að heilbrigðiskerfið er fyrst og fremst fjármagnað með skattfé.

Í einni athugasemd er höfðað til samvisku hins ónefnda manns:

„Það er eflaust til leið, en þú verður þá líka að deila sparnaðinum með okkur hinum sem borgum fulla skatta. Þú vilt ekkert vera að svíkja okkur?“

Bíða eftir hækkun

Í einni athugasemd er viðkomandi minntur á kosningaloforð Samfylkingarinnar um að hækka fjármagnstekjuskatt:

„Bíddu þar til á næsta ári, þá borgar þú líklega 25 prósent og sleppur þar með við 22 prósent.“

Í einni athugasemd er velt upp tengslunum milli stöðu velferðarkerfisins og þess viðhorfs til skatta sem birtist í færslu hins ónefnda rafmyntaeiganda:

„Æ pæliði í því hvað við værum með frábært velferðarkerfi ef fólk væri bara til í að borga skattana sína?“

Þótt í flestum athugasemdum sé ekki tekið vel í ósk hins ónefnda manns um ráðleggingar um hvernig forðast eigi að greiða fjármagnstekjuskatt eru þó einstaka athugasemdir þar sem honum er sýndur skilningur:

„Ég myndi með glöðu geði borga skatta ef þeir yrðu notaðir í hluti sem gera í alvörunni eitthvað gagn. Gera það mögulegt fyrir ungt fólk að búa hérna og stofna fjölskyldu, bæta heilbrigðiskerfið og menntakerfið (og þá ekki í formi hönnunar snaga og margt margt fleira…. en svo virðist sem forgangsröðunin. Svo já. Finnst ég skil vel að fólk vilji ekki borga þessa skatta.“

Flestir sem skilja eftir athugasemd við færslu hins ónefnda einstaklings eru hins vegar ósáttir við viðhorf hans:

„Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér. Vilja ekki borga það sem þér ber til samfélagsins… Þú munt alltaf þurfa borga skatt af þessu, sama hvort þú kaupir íbúð eða eitthvað annað.“

Þó eru einhverjir sem telja enga alvöru vera á bak við færsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir