fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á sextugsaldri lést á Litla Hrauni í dag. Þetta herma heimildir DV. Bar lát mannsins að fyrir hádegi en samfangar voru látnir vita um atvikið rétt eftir hádegi.

Samkvæmt heimildum DV var maðurinn í einangrun er lát hans bar að.

Ekki náðist í Birgi Jónasson, settan fangelsismálastjóra, við vinnslu fréttarinnar, en Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, staðfestir atvikið.

Að sögn Guðmundar er hvorki talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti né hann hafi tekið eigið líf.

Aðrar heimildir DV herma að maðurinn hafi látist í svefni.

Uppfært kl. 20:25:

Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, svaraði fyrirspurn DV rétt í þessu. Hann segir:

„Get staðfest að fangi lést í dag á Litla-Hrauni.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, líkt og önnur mannslát, en aðrar upplýsingar get ég ekki veitt, að öðru leyti en að ekki séu vísbendingar um að andlátið hafi borið að með óeðlilegum hætti. Rannsókn mun svo væntanlega leiða það í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“