fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

„Við erum ekki að fara að hækka þessi laun, það kemur ekki til mála!“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 10:53

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikskólakennarinn Jón Ágúst Eyjólfsson hefur birt áhugaverða hugvekju um kjarabaráttu kennara. Þar bendir hann á þau loforð sem íslenska ríkið gaf kennurum fyrir tæpum áratug, og hvernig þegar á hólminn var komið ríkið ákvað að svíkja þau. Hugvekjan birtist í aðsendri grein hans hjá Vísi.

Jón Ágúst biður lesanda að ímynda sér 19 ára gamlan afreksmann í fótbolta. Honum hefur verið boðinn samningur frá erlendu liði. Byrjunarlaunin eru ekki há, en ungi maðurinn veit að hann er rétt að byrja á sínum ferli og þarf að sanna sig. Hann gerir samning sem kveður á um að eftir 15 leiki með varaliðinu muni launin hækka og verða jöfn þeim launum sem launalægstu leikmenn aðalliðsins hafa.

Svo fer ungi maðurinn og spilar 15 leiki með varaliðinu. En launin hækka þó ekki.

„Ég fer og ræði við þá sem stjórna og bendi á að ég hafi uppfyllt ákvæði samningsins sem á að fela í sér hækkun (staðið við minn hluta) en launin séu enn þau sömu, hvað veldur?

Þá svarar stjórnarmaðurinn: „Ég meina þetta eru óraunhæfar kröfur”

Ég svara: „Hvað meinarðu? Við sömdum um þetta fyrir ári síðan! Að ég fengi sömu laun og þeir sem væru lægst launaðir í aðalliðinu?!?”

Stjórnarmaðurinn: „Heyrðu! Þú ert búinn að fá þrjú pör af takkaskóm, fékkst að fara í frí til Íslands og margt annað! Þú verður að taka það með í reikninginn!”

Ég: „En það er ekki það sem við sömdum um!”

Stjórnarmaður: „Við erum ekki að fara að hækka þessi laun, það kemur ekki til mála! Hættu nú þessu væli og farðu á æfingu! Hugsaðu um liðið! Það þarf á þér að halda!”“

Jón Ágúst spyr lesanda hvað hann myndi gera í þessari stöðu. Myndi hann sætta sig við þessa niðurstöðu þrátt fyrir að vera svikinn um launahækkun?

„Hvað myndir þú gera í þessari stöðu? Myndir þú halda kjafti og halda áfram að spila af því að liðið þarfnast þín? Eða myndirðu berjast fyrir því að vinnuveitandi þinn standi við sitt? Ég trúi ekki öðru en að svarið sé já og spyr því í kjölfarið hvort að það sama gildi ekki í tilfelli okkar kennara? Eigum við bara að halda kjafti og mæta í vinnuna eða eigum við að standa upp og berjast fyrir því að staðið sé við gerða samninga?“

Haustið 2016 var gert samkomulag milli opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna um aldurstengd áunnin réttindi og 67 ára lífeyristökualdur. Þar kom fram í sjöundu grein að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera yrðu jöfnuð almenna markaðinum.

Í kynningarefni fjármálaráðuneytisins um samkomulagið kom fram að það væri sameiginleg stefna opinberra launagreiðenda og bandalags opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá ríkinu væru samkeppnishæf og unnið yrði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðinum. Þessi sátt var gerð þar sem lífeyriskerfi opinberra starfsmanna var ekki sjálfbært eins og það var. Kennarar þóttu njóta betri lífeyriskjara en gekk og gerðist og voru því með sáttinni að semja af sér þessi réttindi gegn því að laun þeirra yrðu jöfnuð almenna markaðinum.

Sáttin vakti nokkra reiði meðal kennara sem töldu að Kennarasambandið hefði þar samið af sér án þess að komin væri niðurstaða um hvað stéttin fengi í staðinn fyrir skerðingu lífeyrisréttinda og hvernig laun milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins yrðu jöfnuð.

Frá því að sáttin var fyrst gert hafa kennarar og aðrir opinberir starfsmenn tekist á við ríkið um þessa útfærslu.  Kennarar sem og önnur stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa gagnrýnt framgöngu ríkis og sveitarfélaga sem eru talin hafa reynt að koma sér undan sáttinni. BSRB ályktaði á þingi sínu í mars 2022:

„Það verður aldrei nein sátt um að launagreiðendur svíki þetta samkomulag. Skilgreiningin á jöfnun launa milli markaða í samkomulaginu er fortakslaus og ef launagreiðendur standa ekki við samkomulagið mun það hafa víðtæk og alvarleg áhrif á þær kjarasamingsviðræður sem fram undan eru.“

Sama ár og samkomulagið var gert féll úrskurður Kjararáðs um laun Alþingismanna þar sem kjör þingmanna voru hækkuð verulega eða um 44%. Mikil óánægja breiddist út meðal kennara í kjölfarið og benti DV meðal annars á það að á árum áður þótti ekki óvenjulegt að kennarar og þingmenn væru með sambærileg kjör.

Sjá einnig: Einu sinni höfðu kennarar og alþingismenn sömu laun:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp