Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar mættust í kosningapallborði Vísis í vikunni sem leið. Þó útsendingin hafi verið pólitísk og alvarleg þá brugðu formennirnir, Kristrún og Inga, á leik bak við tjöldin og brustu í söng. Tvö myndbönd eru í dreifingu á TikTok af þessu atviki sem sýna nokkuð ólíka upplifun pallborðsgesta.
Fyrsta myndbandið kom frá Kristrúnu. Þar má sjá hana og Ingu syngja saman ástarlagið From This Moment On sem söngkonan Shania Twain gaf út árið 1997.
Í textanum segir:
„From this moment, as long as I live
I will love you, I promise you this
There is nothing I wouldn’t give
From this moment on, oh“
Kristrún skrifaði með myndbandinu: „Queen Inga að hitta allar nótur… náum Singa inn í bassann næst!“
@kristrunfrostadottir Queen Inga að hitta allar nótur… náum Singa inn í bassann næst! #kosningar2024 #fyrirþig #fyp ♬ original sound – Kristrún Frostadóttir
Annað sjónarhorn birtist þó í hinu myndbandinu. „Þegar þetta var ekki hlut af starfslýsingunni þegar þú sóttir um,“ segir í myndbandi Framsóknar. En þar má sjá Sigurð Inga fremur vandræðalegan að leika sér með spaghettí.
@framsoknInga Sæland vissulega á heimavelli í söngnum🤝♬ original sound – Framsókn