fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

Segir íslenskar matvöruverslanir nýta sér verðbólguna til að græða á kostnað almennings – „Hámarka hagnað sinn á þinn kostnað“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Hjörleifsson, frambjóðandi Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi segir græðgisbólgu ríkja á Íslandi. Með öðrum orðum séu fyrirtæki að hækka vöruverð meira en nauðsyn krefur til að auka hagnað sinn á verðbólgutímum. Þetta kemur fram í aðsendir grein Bjarka hjá Vísi.

Græðgisbólga heitir greedflation á ensku en hugtakið vísar til aðstæðna þar sem fyrirtæki notfæra sér verðbólgu til að græða. Þetta geri þau með því að hækka vöruverð meira en nauðsyn krefur. Bjarki bendir á að þrátt fyrir mikla verðbólgu á Íslandi undanfarin árin sé ekki að merkja neinn samdrátt hjá matvörurisum landsins. Þvert á móti hafi hagnaður þeirra aukist verulega.

„Þetta bendir til þess að fyrirtækin séu að nýta sér aðstæður til að bæta eigin hag og auka framlegð á kostnað neytenda. Hagnaðardrifin verðbólga er raunverulegt fyrirbæri og stafar af því þegar fyrirtæki hækka verð meira en réttlætanlegt er vegna efnahagsaðstæðna hverju sinni. Þetta þýðir einfaldlega að hveiti og kartöflur kosta meira en þörf er á vegna þess að matvöruverslanir eiga þess kost að hámarka hagnað sinn á þinn kostnað.“

Kjöraðstæður séu fyrir græðgisbólgu á Íslandi þar sem skortir á samkeppni. Þar með geti markaðsráðandi aðilar samræmt verðhækkanir án mikillar samkeppni sem annars myndi halda verðlaginu niðri.

„Enda græða allir jafnt á því, nema almenningur. Það er ömurleg staða á verðbólgutímum að hagnaður stórfyrirtækja aukist óhóflega á kostnað almennings. Það er fólkið í landinu sem ber þungann af þessum verðhækkunum og þurfa jafnvel að safna skuldum til að halda í við verðlagshækkanir, á tímum þar sem peningar eru ógeðslega dýrir.“

Stórfyrirtæki stjórni verðlagningu allt frá innflutningi yfir í matarkörfu landsmanna. Fjöldi greininga hafi sýnt að stórfyrirtæki nýti sér almennt verðbólgu til að hækka hjá sér verð þó kostnaðarhækkanir réttlæti það ekki.

„Græðgi sem þessi grefur undan trausti almennings, græðgi sem eykur ójöfnuð.,“ skrifar Bjarki og bendir að á að hér þurfi að sporna við þessu með stórauknu eftirliti á verðlagningu og með því að auðvelda rannsóknir á óeðlilegum verðhækkunum. Það sé hlutverk stjórnvalda að taka þennan slag. Til dæmis með því að setja þak á verðlagningu á nauðsynjum.

„Svona viljum við ekki hafa þetta. Græðgi er skýrasta birtingarmynd vár kapítalismans, þar sem auðstéttin ræður ferðinni og almenningur ber byrðarnar. Hagnaður sem skapast á kostnað vinnandi fólks ætti að renna aftur til samfélagsins, ekki í vasa auðjöfra sem hlýja sér á verðbólgubálinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins
Fréttir
Í gær

„Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka“

„Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda með ungt barn nærri hrifsuð á haf út í Reynisfjöru – „Ég er enn þá reiður út í þessa foreldra“

Fjölskylda með ungt barn nærri hrifsuð á haf út í Reynisfjöru – „Ég er enn þá reiður út í þessa foreldra“