fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

„Hvað er að ykkur? Hvað er að okkur?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og blaðakonan Auður Jónsdóttir furðar sig á vinsældum Miðflokksins eftir ummæli frambjóðenda flokksins í garð kvenna.

Hún vísar í færslu á Facebook til niðurstöðu könnunar Eyjunnar um hvern Íslendingar vilja sem næsta forsætisráðherra, en þar varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hlutskarpastur með 21,4 prósent atkvæða.

Eins völdu flestir svarenda í könnun Maskínu hjá Vísi Sigmundur sem stjórnmálaleiðtogann sem þeir vilja helst fá sér bjór með.

„Þegar Sigmundur Davíð var frekar nýorðinn forsætisráðherra kúrði ég heima með son minn ungan í slagviðri og gráma. Í fréttunum ómaði einhver málflutningur hans sem gerði mig álíka vonlausa og veðrið. Svo ég sendi fyrrverandi manninum mínum póst og sagði að við yrðum að flytja aftur til útlanda“

Auður flutti til Berlínar og þegar Wintris-málið sprengdi ríkisstjórn Sigmundar 2016 fylgdist hún með alþjóðlegum fréttaflutning af málinu og fannst margir horfa á sig með meðaumkun.

„Það loddi skömm við mann, bara yfir því að vera Íslendingur. Kannski svipuð skömm og sumir Íslendingar fundu fyrir erlendis í Hruninu.“

Loks flutti Auður heim og ekki leið á löngu áður en Klausturmálið kom upp. Af því tilefni skrifaði Auður grein þar sem hún sagði að það væri ofbeldi gegn konum ef þingmennirnir á Klaustri segðu ekki af sér.

Nú í dag fari Sigmundur mikinn í útlendingamálum þar sem hann tali fyrri því að senda alla hælisleitendur sem hingað leita beint til baka og svipta þá réttinum til að sækja he´r um vernd. Ekki sé hægt að ætlast til að Íslendingar aðlagi sig að menningu og siðum þeirra sem hingað flytja heldur eigi innflytjendur að laga sig að íslensku samfélagi.

Auður hafi svo ásamt kollega skrifað grein í vor þar sem þau fjölluðu um popúlíska aðferð „til að ná eyrum óöruggra karla“. Þar hafi meðal annars komið til umræðu hlaðvarpið Skoðanabræður sem Snorri Másson hélt úti ásamt bróður sínum. Þeir bræður ræddu við Patrik Atlason, Prettiboitjokko, um karlmennsku. Þar barst talið að konum og hvort þeim væri ekki bara betur borgið að sjá um heimilið á meðan karlmenn væru útivinnandi.

Auður bendir á að eftir að Snorri tilkynnti að hann væri kominn í framboð fyrir Miðflokkinn væri ekki annað hægt en að setja orðræðuna í hlaðvarpinu í samhengi við orðræðuna á Klaustri sem virtist vera kerfisbundin niðrun kvenna.

„Að sjá hann og Sigmund Davíð poppa sig upp í TikTok vídeói er eitthvað sem hausinn á mér nær ekki utan um. Hvað er í gangi?
Um daginn rakst ég svo á erkiíslenska Maskínu-könnun, líka á Vísi, á þá leið að flestir myndu vilja fá sér bjór með Sigmundi Davíð af núverandi stjórnmálaleiðtogum.
Og maður, eða öllu frekar kona, spyr: Hvað er að ykkur? Hvað er að okkur?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins
Fréttir
Í gær

„Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka“

„Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda með ungt barn nærri hrifsuð á haf út í Reynisfjöru – „Ég er enn þá reiður út í þessa foreldra“

Fjölskylda með ungt barn nærri hrifsuð á haf út í Reynisfjöru – „Ég er enn þá reiður út í þessa foreldra“