fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Fjöldi stjórnsýslukæra á hendur Reykjavíkurborg til meðferðar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. nóvember 2024 16:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í vikunni voru teknar fyrir fjöldi stjórnsýslukæra á hendur borginni sem nú eru til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Alls eru kærurnar 11 talsins og snúa þær allar að meðferð skipulagsyfirvalda í borginni á hinum ýmsu málum. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins furðar sig á fjöldanum og segir að oft hafi heyrst fullyrðingar um að ekki sé unnið að þessum málum hjá borginni af fullum heilindum.

Í sumum málanna á fundinum tók umhverfis- og skipulagssvið eingöngu fyrir erindi úrskurðarnefndarinnar vegna viðkomandi í kæru en í öðrum var lögð fram greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs vegna málsins.

Kærunar eru af ýmsu tagi. Þær varða umsögn skipulagsfulltrúa vegna niðurrifs á gömlum skjólvegg, synjun á byggingarleyfi fyrir fjóra gististaði, ákvörðun um að samþykkja nýtt hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi en alls hafa þrjár kærur verið lagðar fram vegna þess máls. Einnig hefur ákvörðun um að falla frá dagsektum vegna girðingar á lóðamörkum verið kærð. Byggingarleyfi vegna framkvæmda við sendiherrabústað Bandaríkjanna hefur verið kærð o breyting á deiliskipulagi nokkurra lóða hefur verið kærð af tveimur mismundandi aðilum. Loks hefur synjun á að samþykkja nýja íbúð í húsi verið kærð sem og synjun á byggingarleyfi vegna breytinga á fjöleignarhúsi.

Furða og pottur brotinn

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í umhverfis- og skipulagsráði furðar sig á þessum mikla fjölda kæra og segir bera á fullyrðingum um að eitthvað sé mikið að í meðferð mála sem tengjast þessu málaflokki hjá borginni. Í bókun hennar á þessum fundi ráðsins segir:

„Fulltrúi Flokks fólksins lýsir furðu sinni á þeim óvenju mikla fjölda kæra sem hér koma fram en þær eru nú 11 og hafa sjaldan verið svo margar. Ítrekað hafa komið upp mál þar sem skipulagsyfirvöld eru sökuð um að segja ekki satt – jafnvel „falsa gögn“ eða breyta þeim eftir því sem skjólstæðingar umhverfis- og skipulagssviðs hafa sagt á opinberum vettvangi. Allt of oft fást ekki svör, gögnum og upplýsingum er haldið leyndum og hefur verið fullyrt að ekki sé alltaf unnið  af heiðarleika og gagnsæi.

Þetta er miður og telur Flokkur fólksins að endurreisa þurfi embætti umboðsmanns borgarbúa eins og það var á árunum 2013-2020. Það voru mistök að leggja af embættið. Verkefni umboðsmannsins voru flutt yfir til innri endurskoðunar og búinn til eins konar „ráðgjafi íbúa“ hjá því embætti. Þetta fyrirkomulag hefur virkað illa og nú hefur fólk sem telur á sér brotið af skipulagsyfirvöldum ekki annað fært en að fara með málið fyrir dómstóla sem er bæði dýrt og tímafrekt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg