fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Fréttir

Fjögurra manna fjölskylda komst úr brennandi íbúð í Kópavogi í nótt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. nóvember 2024 07:10

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur kom upp í íbúð í efri byggðum Kópavogs í nótt og tókst fjögurra manna fjölskyldu að koma koma sér út. Að sögn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn og reykræsta en fjölskyldan var flutt á bráðamóttöku til skoðunar.

RÚV greinir frá því og hefur eftir varðstjóra að fjölskyldumeðlimir séu ekki taldir alvarlega meiddir. Fjölskyldan mun hafa komist út af eigin rammleik og var talsverður eldur í íbúðinni þegar slökkvilið bar að garði.

Sex íbúðir eru í húsinu og þurftu að yfirgefa það meðan á slökkvistarfi stóð. Allir fengu að snúa til baka þegar slökkvistarfi lauk. Eldsupptök eru ókunn að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reyna að fá norðurkóreska hermenn til að gerast liðhlaupar – Lofa þeim heitum mat og læknisaðstoð

Reyna að fá norðurkóreska hermenn til að gerast liðhlaupar – Lofa þeim heitum mat og læknisaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stór áfangi – Nú mun Pútín greiða fyrir vopnakaup Úkraínu

Stór áfangi – Nú mun Pútín greiða fyrir vopnakaup Úkraínu