fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Fréttir

Efni sem valda krabbameini og ófrjósemi fundust í snyrtivörum – Eilífðarefni í vörum Sephora og Kiko

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. nóvember 2024 11:30

Bönnuð efni fundust í 6 prósent varanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnafræðistofnun Evrópu (ECHA) hefur fundið vel á þriðja hundrað snyrtivörur sem innihalda efni sem eru bönnuð samkvæmt Evrópureglum. Rannsóknin var meðal annars unnin hér á Íslandi.

Euronews greinir frá þessu.

Stofnunin rannsakaði 4.500 snyrtivörur í þrettán löndum. Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Liktenstein, Lúxemborg, Ítalíu, Möltu, Litháen og Rúmeníu. Alls fundust 285 vörur sem innihéldu bönnuð efni. Eða um 6 prósent.

Mörg efnin sem fundust voru svokölluð PFAS efni, eða eilífðarefni. Þetta eru efni sem tærast ekki í umhverfinu og hafa slæm áhrif á bæði heilsu fólks og umhverfið, og er talið krabbameinsvaldandi. Þessi eilífðarefni fundust meðal annars í augnblýöntum og varablýöntum.

Annað efni, cyclotetrasiloxan eða D4, fannst í sumum brúsum af hárnæringu og í andlitsmöskum. En það er talið valda ófrjósemi.

„Neytendur ættu að vera upplýstir um það að bönnuð efni fundust í mörgum mismunandi tegundum af snyrtivörum, frá mörgum framleiðendum og í mörgum verðflokkum,“ segir í tilkynningu frá ECHA.

Eftir rannsóknina hafa yfirvöld í sumum löndum brugðist við og látið taka viðkomandi vörur úr sölu.

Í annarri rannsókn, sem frönsku umhverfissamtökin Vert létu gera, kom í ljós að eilífðarefni hafi fundist í snyrtivörum frá Sephora og Kiko.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður úr Skáksambandsmálinu aftur í klípu í stærsta kristal metamfetamín-máli Íslandssögunnar

Sigurður úr Skáksambandsmálinu aftur í klípu í stærsta kristal metamfetamín-máli Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fagna því að dómari hafi hafnað „tilraun tveggja veitingastaða til að þagga niður opinbera umræðu um alvarleg brot“

Fagna því að dómari hafi hafnað „tilraun tveggja veitingastaða til að þagga niður opinbera umræðu um alvarleg brot“