fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Spændi upp lóð Síldarvinnslunnar í nótt – Fær nokkra klukkutíma til að gefa sig fram

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. nóvember 2024 12:30

Aðkoman var ekki falleg. Mynd/Hafþór Eiríksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óprúttinn aðili keyrði inn á gróin svæði á lóð Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í nótt og spændi upp grasið. Einnig á íþróttasvæði bæjarins en þar voru skemmdirnar ekki jafn miklar. Verksmiðjustjóri segist hafa fengið ábendingar um hver gæti hafa verið að verki eftir skoðun myndavéla. Biður hann viðkomandi að gefa sig fram ellegar verði hringt á lögregluna innan nokkurra klukkustunda.

Austurfrétt greindi fyrst frá málinu.

Starfsfólki Síldarvinnslunnar brá í brún þegar það mætti og sá ófögnuðinn sem unninn hafði verið á lóðinni. Gróið grasið tætt upp og í staðinn var drullusvað.

Hafþór Eiríksson, verksmiðjustjóri, segir að unnið hafi verið að því að gera svæðið snyrtilegt. Þess vegna svíði þetta enn þá meira.

Bíllinn keyrði einnig inn á svæði íþróttavallarins en þar var eyðileggingin ekki nærri því jafn mikil og segja forsvarsmenn vallarins að ekki verði aðhafst meira í málinu að þeirra hálfu. Í eftirlitsmyndavélakerfi sást bíllinn keyra inn á völlinn. Hafa fram komið ábendingar um hver gæti hafa verið að verki.

Í samtali við DV segir Hafþór að ekki sé enn þá búið að hringja á lögregluna og kæra málið. En það verði gert gefi viðkomandi sig ekki fram. „Við gefum þessu nokkra klukkutíma,“ segir Hafþór.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Í gær

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina
Fréttir
Í gær

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“
Fréttir
Í gær

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“