fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Ragnar Þór segir þöggun ríkja um lífeyriskerfið á Íslandi – „Uppgjöf, skammsýni og metnaðarleysi“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. nóvember 2024 16:00

Ragnar Þór formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og frambjóðandi Flokks fólksins, setur spurningarmerki við yfirlýsingar um að íslenska lífeyriskerfið sé það besta í heimi. Hann telur nauðsynlegt að endurskoða kerfið, viðurkenna veikleika þess og styrkleika og hafa kjark til að hugsa út fyrir rammann. Þetta kemur fram í aðsendri grein hans hjá Vísi í dag þar sem hann bregst við hörðum viðbrögðum sem hugmyndir flokksins, um afnám undanþágu lífeyrissjóðanna frá staðgreiðslu skatta, hafa fengið.

„Við förum varla út í búð eða tökum bensín nema til að þóknast hárri ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna. Við höfum ekkert um það að segja hverjir stjórna lífeyrissjóðunum eða hvað stjórnendum sjóðanna dettur í hug að fjárfesta í næst. Við eigum allt undir því að þeir taki ávallt réttar ákvarðanir og sneiði fram hjá kerfisbundnum markaðsáföllum, sem þeir munu ekki gera.

Við eigum að ræða stöðu lífeyrissjóðanna og hversu aðkallandi það er að endurskoða kerfið, viðurkenna veikleika þess og styrkleika. Hafa kjark til að hugsa út fyrir ramman og láta ekki innihaldslausar mýtur villa okkur af leið. Í nýlegu viðtali við seðlabankastjóra vildi hann leyfa lífeyrissjóðunum að skortselja hlutabréf? Hvar var góða fólkið þá?“

Engin trygging fyrir því að sjóðirnir séu ekki tómir þegar á hólminn er komið

Lífeyriskerfið ali á misskiptingu frekar en samtryggingu. Þeir tekjuhærri fái sama hlutfall launa sinn í lífeyri og lágtekjufólk. Ójöfnuðurinn birtist skýrt þegar rýnt er frekar í þessa staðreynd enda getur sá tekjuhái vel lifað á 75% af meðaltekjum sínum á meðan láglaunamanneskjan getur það ekki.

„Og hvort þeirra er líklegra til að hafa komið sér skuldlausu þaki yfir höfuðið? Þá er vert að nefna skerðingarnar í almannatryggingakerfinu sem læsa stóran hóp af fólki inni í sárri fátækt. Er þetta samtrygging? Er þetta besta kerfi í heimi?“

Lífeyrissjóðirnir séu í sterkri stöðu þar sem þeir fá meira greitt til sín í iðgjöld á ári heldur en þeir greiða út til sjóðfélaga. Þar með geti lífeyrissjóðirnir haft mjög frjálsar hendur í fjárfestingu og tekið meiri áhættu en ella þar sem iðgjöldin skapi það svigrúm. Áfram greiði launþegar í sjóðina en hafi þó enga tryggingu fyrir því að fá þetta greitt út þegar yfir lætur enda gætu aðstæður eins og fjármálahrun, stríð og annað þurrkað innistæðurnar út.

„Það sem ekkert er talað um er hvers virði þessar eignir verða þegar sjóðirnir þurfa að selja þær til að greiða út lífeyri og hvert verður tap þeirra og eignabruni þegar þeir þurfa að selja eignir við neikvæðar markaðsaðstæður? Ég þarf varla að benda á að ef stríðsátök magnast og ógna heimsfriði verður þetta allt meira og minna farið áður en við vitum af.“

Tálsýn um lífeyri

Á meðan séu innviðir að grotna niður og undir framtíðarkynslóðum komið að takast á við þann vanda. Ragnar telur að frekar en að lífeyrissjóðirnir fari mikinn í að kaupa hlutabréf þá væri betur farið að þeir tækju þátt í að byggja upp gott samfélag fyrir sjóðfélaga sína.

„Góða fólkið vil ég spyrja hvort það treysti lífeyrissjóðunum betur til að geyma lífeyrinn í flugfélagi, kísilveri eða nýjasta trendinu, grænu verðbréfabyltingunni? Eða hvort það gæti kannski verið betra að fénu verði fjárfest í innviðum, húsnæði, hjúkrunarheimilum eða með því að stórbæta lífskjör og þjónustu allra sem hér búa með því að leggja hluta af iðgjöldum í skattkerfið og draga verulega úr skerðingum í almannatryggingakerfinu?“

Ragnar upplifir að það megi ekki tala um lífeyrissjóðina í aðdraganda kosninga, þeir séu álitnir heilagir. Þessu þarf að breyta að hans mati og taka þurfi kerfið út til að sjá hvort það sé í raun að þjóna þeim hagsmunum sem það segist gera.

„Látum ekki selja okkur þá tálsýn að ef við þrælum okkur út fyrir kerfið, höfum við það hugsanlega gott í framtíðinni, ef ALLT gengur upp. Í því felst uppgjöf, skammsýni og metnaðarleysi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar