fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Hoggið á hnútinn í erfiðu máli í Kópavogi – Nágrannar mjög ósáttir

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. nóvember 2024 14:30

Kópavogsbær hefur trassað að afgreiða málið, enda er það erfitt fyrir bæinn. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kópavogsbær hefur loks höggvið á hnútinn varðandi hið umdeilda hús við Melgerði 11 í Kópavogi. Í húsinu eru óleyfisframkvæmdir en engu að síður unnu eigendur mál gegn bænum fyrir úrskurðarnefnd. Lengi hefur bærinn trassað að afgreiða málið en nú hefur bæjarráð samþykkt umbeðnar breytingar og vísað málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Nágrannar mjög ósáttir

DV fjallaði um málið í byrjun september. Það er að Kópavogsbær væri í vanda vegna hússins við Melgerði 11 á Kársnesi. Húsið er gamalt einbýlishús sem hefur verið hlutað niður í nokkrar íbúðir án leyfis. Um tíma voru 17 manns með lögheimili í því.

Eigendur vildu stækka húsið og bílastæði en bærinn hafnaði beiðnum um það. Nágrannar lýstu sig mjög mótfallna breytingunum, enda væri erill mikill í kringum húsið og bílar í eigu leigjenda fylltu sameiginleg bílastæði í götunni.

Sjá einnig:

Erfitt mál fyrir Kópavogsbæ – „Húsið hefur verið hlutað niður í að lágmarki þrjár íbúðir“

Engu að síður felldi Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála ákvörðun Kópavogs um að hafna beiðni eigendanna úr gildi í maí síðastliðnum. Var bærinn þá kominn í klandur og frestaði afgreiðslunni sífellt á fundum. Minnihlutinn var mjög hávær um að það gengi ekki að samþykkja breytingarnar á meðan þessar óleyfisframkvæmdir væru til staðar. Meðal annars með tilliti til eldvarna.

Hættulegt fordæmi

Beiðni eigenda við Melgerði 11 var samþykkt í skipulagsráði þann 21. október. Á fundi bæjarráðs í gær, 7. nóvember, var hún einnig samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og málinu vísað til bæjarstjórnar. En fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vina Kópavogs töldu það ábyrgðarlaust og stangast á við hagsmuni íbúa að samþykkja tillöguna. Málið gæti haft fordæmisgildi.

„Fyrir nefndina hafa komið fram upplýsingar um margháttaðar óleyfisframkvæmdir víða við Melgerði og óleyfisframkvæmdir í fasteigninni, sem sótt er um breytingu á. Þá liggur fyrir þessum fundi greinargerð skipulagsdeildar um fjölda afgreiðslna beiðna um breytingar og aukið byggingarmagn víðs vegar í Kópavogi o.fl. Allt þetta varpar ljósi á hversu mikilvægt er að byggð þróist í samræmi við heildstæða og samþætta stefnumörkun í formi deiliskipulags,“ segir í bókun minnihlutans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Í gær

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina
Fréttir
Í gær

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“
Fréttir
Í gær

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“