fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Grunur um menn á Íslandi sem tengjast hryðjuverkasamtökum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. nóvember 2024 07:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla svarar ekki til um það hvort fylgst sé með tilteknum einstaklingum sem eru grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök.

Þetta segir Finnbogi Jónasson, sem gegnir tímabundið starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Morgunblaðið í dag.

„Al­mennt get­um við ekki svarað því hvort fylgst sé með ákveðnum ein­stak­ling­um: Við reyn­um hins veg­ar að fylgj­ast með eft­ir bestu getu því um­hverfi sem hef­ur áhrif á hættumat grein­ing­ar­deild­ar, bæði vegna skipu­lagðrar brot­a­starf­semi og hryðju­verk­a­starf­semi,“ seg­ir Finn­bogi.

Í frétt blaðsins er vísað í viðtal Stefáns Einars Stefánssonar, þáttastjórnanda Spursmála á mbl.is, við Svandísi Svavarsdóttur á dögunum, en þar var upplýst að Palestínumaður að nafni Abd al-Rahman al-Zac væri með tengsl við palestínsku hryðjuverkasamtökin Íslamska Jíhad. Maðurinn dvelur enn hér á landi þrátt fyrir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd.

Í þættinum birtist mynd af Abd í líkfylgd hryðjuverkaleiðtogans Bahaa Abu el-Atta sem var drepinn í loftárás árið 2019. Gekk hann þar fremstur í flokki með steyttan hnefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Í gær

Svandís sér ekki eftir neinu – Vinstri græn hafi ekki átt „séns“ í stöðunni

Svandís sér ekki eftir neinu – Vinstri græn hafi ekki átt „séns“ í stöðunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði