fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Ákærur gefnar út vegna samsæris íranskra stjórnvalda um að myrða Trump

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. nóvember 2024 19:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum fyrir að vera þátttakendur í samsæri á vegum íranskra stjórnvalda um að myrða ýmsa einstaklinga þar á meðal Donald Trump sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna síðastliðinn þriðjudag og tekur hann við embætti 20. janúar á næsta ári.

Bæði CNN og Washington Post greina frá þessu.

Það er dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sem ákærir mennina en tveir þeirra eru í haldi í Bandaríkjunum en einn gengur laus í Íran.

Sá síðastnefndi,  Farhad Shakeri, er sagður hafa verið falið það í september síðastliðnum að fylgjast með Trump og loks myrða hann.

Samkvæmt ákærunni var hann sendur til Bandaríkjanna af Íranska byltingarverðinum, upphaflega til að myrða aðra Bandaríkjamenn og einnig Ísraelsmenn sem þar voru staddir en honum síðan sagt að einblína á Trump og myrða hann.

Löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum komust að samsærinu og ræddu við Shakeri, í síma,  sem tjáði löggæslumönnum að hann hefði ekki náð að smíða áætlun um hvernig standa ætti að morðinu innan þess frests sem honum var gefinn. Loks hafi öllu verið slegið á frest þar sem írönsk stjórnvöld hefðu talið að Trump myndi tapa í forsetakosningunum og að þeim loknum yrði auðveldara að komast að honum.

Hinir tveir mennirnir sem ákærðir eru í málinu og eru í haldi bandarískra yfirvalda heita Carlisle Rivera og Jonathon Loadholt. Þeir eru bandarískir ríkisborgarar og eru meðal annars sakaðir um að hafa njósnað, á vegum íranskra stjórnvalda, um bandaríksan ríkisborgara af írönskum uppruna.

Talið er mögulegt að þetta samsæri Íran um að myrða Trump hafi átt að vera hefnd fyrir drónaárás Bandaríkjanna árið 2020, sem Trump fyrirskipaði þegar hann var forseti, sem varð Qasem Soleimani einum helsta hershöfðingja Byltingarvarðarins að bana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hallgrímur gerir upp woke-deilurnar við Sólveigu Önnu – „Ég sá þessar vendingar ekki fyrir“

Hallgrímur gerir upp woke-deilurnar við Sólveigu Önnu – „Ég sá þessar vendingar ekki fyrir“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Enginn treystir Trump
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gervigreindar klám gæti brátt orðið mun vinsælla en hið hefðbundna

Gervigreindar klám gæti brátt orðið mun vinsælla en hið hefðbundna
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga verða af milljörðum á hverju ári – „Þetta er til háborinnar skammar“

Segir Íslendinga verða af milljörðum á hverju ári – „Þetta er til háborinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst