fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Sigurbjörg þarf að borga Árna hundruð þúsunda eftir að hafa leigt af honum óíbúðarhæft húsnæði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd húsamála hefur úrskurðað að Sigurbjörg Hlöðversdóttir skuli greiða fyrrverandi leigusala sínun, Árna Stefáni Árnasyni lögfræðingi, tæplega 260 þúsund krónur í vangoldna húsaleigu auk vaxta og verðtryggingar af 65.000 krónum yfir þriggja mánaða tímabil.

Það vakti landsathygli þegar Sigurbjörg Hlöðversdóttir steig fram í fréttum Stöðvar 2 þann 12. mars síðastliðinn og lýsti skelfilegum aðstæðum sínum í húsnæði sem hún leigði af Árna Stefáni Árnasyni lögfræðingi, að Austurgötu 10 í Hafnarfirði Sigurbjörg hafði leigt íbúðina frá því í desember 2023 og greitt 200 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu. Hún sagði að þegar hún hafi flutt inn hafi Árni lofað því að gera ýmsar úrbætur en hafi ekki staðið við það.

Innlit Stöðvar 2 leiddi í ljós afar bágborið ástand íbúðarinnar. „Víða má sjá rafmagnsvíra standa út í loft, sag má finna á ýmsum stöðum og í svefnherberginu vantar hluta af gólfinu,“ sagði í fréttinni en auk þess var greint frá því að gler passaði ekki í svefnherbergisgluggann svo rigndi og snjóaði inn um hann, að baðherbergið liti út eins og ruslakompa og leigjandinn þyrfti að sitja til að baða sig. Sag var út um allt í íbúðinni, vaskur var ekki festur við vaskborð í eldhúsinu og vaskborðið var í raun hurð með söguðu gati í. Einnig kom fram að Sigurbjörg hafði miklar áhyggjur af eldhættu vegna ástands rafmagns í íbúðinni, en innstungur voru margar hlífðarlausar í íbúðinni og rafmagnsvírar stóðu út í loft.

Upplifun fréttamanns Stöðvar 2 á aðstæðum var sú að að húsið virtist vera við það að hrynja.

„Ég er bara í rúst. Ég er bara skíthrædd hérna. Ég er skíthrædd. Þetta er ömurlegt að geta ekki vaskað upp, þvegið þvott, farið í sturtu. Ég er svo stressuð að ég er fara að grenja núna,“ sagði Sigurbjörg í viðtalinu við Stöð 2.

Þess má geta að heilbrigðisteftirlitið úrskurðaði húsbæðið óíbúðarhæft.

Kærðu hvort annað til kærunefndar húsamála

Sigurbjörg kærði Árna til kærunefndar húsamála og krafðist endurgreiðslu leigunnar á leigutímanum, samtals 800 þúsund krónur, þar sem Árni hefði ekki staðið við fyrirheit um að gera húsnæðið íbúðarhæft. Árni svaraði með gagnkæru og krafði Sigurbjörgu um 500 þúsund krónur fyrir vangoldna leigu en hún hafði neitað að greiða fulla leigu síðustu mánuðina vegna ástands íbúðarinnar og kostnaðs sem hún þurfti að leggja út fyrir til að geta búið þar. Staðhæfði Árni að Sigurbjörg hefði ekki greitt leigu fyrir seinni helming febrúar og fyrir mars og apríl.

Kærunefndin féllst ekki á það sjónarmið Árna að Sigurbjörg hefði ekki greitt leigu fyrir marsmánuð þar sem greiðslukvittun sannaði hið gagnstæða. Þau höfðu gert samkomulag um að Sigurbjörg greiddi skerta leigu fyrir febrúar vegna útlags kostnaðar hennar við endurbætur á íbúðinni. Greiddi hún 100.000 krónur í leigu fyrir febrúar en Árni staðhæfði að hann hefði aðeins samþykkt útlagðan kostnað fyrir 35.000 krónur og því skuldaði hún honum 65.000 krónur fyrir febrúar.

Kærunefndin féllst á sjónarmið Árna og taldi Sigurbjörgu skulda honum 65.000 krónur fyrir febrúar og fyrir þann tíma sem hún var í íbúðinni í apríl (til 29. apríl) og úrskurðaði að hún þurfi að greiða honum 258.333 kr. auk dráttarvaxta af 65.000 krónunum  frá 1. febrúar 2024 til 1. apríl.

Í niðurstöðu kærunefndarinanr segir að þegar Sigurbjörg gerði leigusamning við Árna hafi hún vitað um ástand íbúðarinnar en samt hafi hún sóst eftir því að framlengja samninginn. Því er kröfum Sigurbjargar hafnað.

Í úrskurðinum er vikið að þeirri niðurstöðu Heilbrigðiseftirlitsins að íbúðin sé ófullnægjandi með tilliti til hollustuhátta og teljist vera heilsuspillandi. Einnig að heilbrigðiseftirlitið íhugaði að banna afnot af húsnæðinu til íbúðar þar sem það gæti ógnað heilsu íbúar. Segir kærunefndin að þrátt fyrir þessa niðurstöðu heilbrigðiseftirlitsins verði ekki framhjá því litið að aðilar efndu leigusamninginn samkvæmt efni sínu það tímabil sem krafa Sigurbjargar nær til. Auk þess hafi Sigurbjörgu verið kunnugt um ástand íbúðarinnar.

Niðurstaða kærunefndarinnar er í heildina Árna mjög í hag en Sigurbjörg getur áfrýjað niðurstöðunni til héraðsdóms.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir