fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Sagði að Norðmenn væru ekki lengur heppnir í Víkingalottóinu – Annað kom á daginn í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er mjög óvenjulegt. Norðmennirnir hafa greinilega ekki verið jafn heppnir og venjulega,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskrar getspár, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær.

Á síðu 2 í blaði dagsins er rætt við hann um þá óvenjulegu stöðu sem upp var komin í Víkingalottóinu, en þar til í gærkvöldi hafði fyrsti vinningur ekki gengið út síðan 15. maí síðastliðinn.

„Við höfum ekki neina skýringu á þessu – þetta er náttúrulega bara lottó – en vissulega er þetta óvenjulegt,“ sagði Pétur.

Dregið var í Víkingalottóinu eftir að Morgunblaðið fór í prentun í gær og er skemmst frá því að segja að Norðmenn unnu báða stærstu vinningana. Sá sem hlaut fyrsta vinning fær rétt tæplega 3,7 milljarða og sá sem fékk annan vinning fékk 1.560 milljónir króna.

Norðmenn hafa í gegnum árin verið mjög sigursælir í Víkingalottóinu og fyrir því er einföld ástæða. Þeir eru duglegri en aðrir að taka þátt.

Hinn al-íslenski 3. vinningur skiptist í þrennt og fær hver um sig rúmlega 1,3 milljónir, miðarnir voru allir í áskrift.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína