fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Óttast að Jakob Frímann hafi stokkið úr öskunni í eldinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður og stjórnarformaður Náttúruhamfaratryggingar Íslands, segist óttast að Jakob Frímann Magnússon hafi stokkið úr öskunni í eldinn þegar hann ákvað að segja skilið við Flokk fólksins og ganga til liðs við Miðflokkinn.

Það kom mörgum á óvart þegar í ljós kom að Jakob Frímann yrði ekki á lista Flokks fólksins fyrir komandi kosningar. Hann var oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi sem var eitt helsta vígi flokksins. Hann tilkynnti svo fyrir skemmstu að hann hefði ákveðið segja sig úr Flokki fólksins og ganga til liðs við Miðflokkinn þar sem hann skipar 2. sætið í Reykjavík norður.

Í frétt Vísis er sagt frá ummælum sem Jakob lét falla á kosningafundi um skapandi greinar í Grósku í gær, en þar sagði hann að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn.

Sigurður Kári, sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2003 til 2009, segir að Jakob Frímann eigi endilega von á góðu í Miðflokknum þegar kemur að þessu baráttumáli sínu.

„Ekki kemur á óvart að Jakob vilji hækka listamannalaun og fjölga þeim sem þau fá, enda hefur hann verið ötull málsvari listamanna um árabil. Jakob Frímann skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Þar hittir hins vegar fyrir í 1. sæti, Sigríði nokkra Andersen, fyrrum þingmann og ráðherra Sjálfstæðisflokksins,” segir Sigurður Kári og heldur áfram:

„Við sem þekkjum Siggu, úr hennar fyrrum pólitíska lífi, vitum að hún hefur alla tíð barist með kjafti og klóm gegn listamannalaunum, sem hún vill ekki sjá. Þótt óhætt sé að segja að prinsippin hafi verið á nokkuð rækilegu undanhaldi hjá Sigríði síðustu vikurnar, eins og innganga hennar í Miðflokkinn og framboð fyrir þann flokk sýnir, ætla ég samt að leyfa mér að spá því að afstaða hennar til listamannalauna hafi ekki breyst, þrátt fyrir þessi einkennilegu vistaskipti,“ segir hann og bætir við:

„Því miður fyrir Jakob óttast ég að hann hafi í þessum efnum stokkið úr öskunni í eldinn. Það er a.m.k. ekki viðbúið að hugmyndum hans hækkun listamannalauna verði vel tekið af samflokkskonu hans, Sigríði, og heldur ekki öðrum Miðflokksmönnum sem talað hafa fyrir aðhaldi í ríkisrekstri,“ segir Sigurður Kári sem kveðst hlakka til að fyljast með þessum leiðtogum Miðflokksins takast á innbyrðis um listamannalaun og menningarmál í aðdraganda kosninga. „Það verður athyglisverð rimma.“

Jakob Frímann hefur ekki tjáð sig undir færslu Sigurðar Kára, en það hefur Sigríður Andersen þó gert. Hún spyr Sigurð Kára að hvaða leyti „prinsippin hennar“ hafi verið á undanhaldi og bætir svo við:

„Talandi um listamannalaun – í sumar var úthlutunarsjóðum fjölgað og launin hækkuð. Sett voru sérstök lög um að hækka launin á hverju ári næstu árin þrátt fyrir fyrirliggjandi hallarekstur. Þetta allt með atkvæðum þingmanna allra flokka nema Miðflokksins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“