fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Meirihluti Kópavogs sakaður um óvirðingu gagnvart fráfarandi skjalaverði – Setti lyklana í umslag því enginn kom og talaði við hann

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn fulltrúi Kópavogsbæjar eða Þjóðskjalasafns kom til að tala við fráfarandi héraðsskjalasafns þegar hann sneri aftur úr sumarleyfi eftir að honum var sagt upp og safninu lokað. Sendi hann því lyklana í umslagi til bæjarráðs. Minnihluti bæjarráðs segir framkomuna í garð safnstjóra  einkennast af óvirðingu.

Hrafn Sveinbjarnarson, fráfarandi héraðsskjalavörður Kópavogs, sendi bæjarráði bréf þann 30. september síðastliðinn. Það var seinasti dagurinn hans í vinnunni.

Eins og fjallað hefur verið um í fréttum ákvað meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi að loka héraðsskjalasafninu til þess að spara peninga og afhenda Þjóðskjalasafni safnkostinn. Þessi aðgerð hefur verið mjög umdeild.

„Háttvirta bæjarráð. Undirritaður héraðsskjalavörður Kópavogs hóf störf við Héraðsskjalasafn Kópavogs 1. janúar 2006. Í dag 30. september 2024 er hans síðasti vinnudagur miðað við unninn þriggja mánaða uppsagnarfrest,“ segir í upphafi bréfsins sem Hrafn sendi bæjarráði Kópavogs. Og enn fremur:

„Enginn fulltrúi Kópavogsbæjar eða Þjóðskjalasafns Íslands hefur talað við undirritaðan eftir að hann kom úr sumarleyfi 1. ágúst sl. Óljóst er hvernig undirrituðum er ætlað að afhenda safngögn Héraðsskjalasafns Kópavogs, sem lagt var niður 23. apríl 2023, og í hvers hendur.

Því sendi ég bæjarráði Kópavogs hjálagt umslag með lyklum þeim sem ég hef haft að húsnæði því sem geymir safngögn Héraðsskjalasafns Kópavogs, að Digranesvegi 7 og Fannborg 3-5.“

Óvirðing við lykilstarfsmann til margra ára

Starfslok héraðsskjalavarðar voru til umræðu á fundi bæjarráðs í dag og taldi minnihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vina Kópavogs honum hafa verið sýnd óvirðing.

„Undirrituð harma þá lýsingu sem fram kemur í bréfi fráfarandi héraðsskjalavarðar. Skortur á tillitssemi og virðingu við starfslok lykilstarfsmanns til margra ára er úr öllum takti við markmið Kópavogsbæjar um að rækta sem best þann mannauð sem í starfsfólki hans felst,“ segir í bókun fulltrúanna. „Enn síður speglast í þessum samskiptum sú áhersla mannauðsstefnunnar að samskipti starfsfólks skuli einkennast af virðingu, umburðarlyndi og jákvæðu viðmóti.“

Fordæma fulltrúar minnihlutans hvernig staðið var að niðurlagningu Héraðsskjalasafnsins og krafist er upplýsinga um safngögn og hvar þau verði geymd. „Sérstaklega er spurst fyrir um einkasöfn sem íbúar Kópavogs höfðu falið Héraðsskjalasafninu til varðveislu,“ segir í bókuninni.

Flutningur þegar hafinn

Í bókun meirihlutans eru reifaðar breytingar á fyrirkomulagi menningarhúsa og safna bæjarins. Lokun Héraðsskjalasafnsins og flutningur safnkosts sé hluti af þeim breytingum.

„Frá 1. apríl hefur Þjóðskjalasafn Íslands tekið á móti gögnum frá stofnunum bæjarins og veitt sveitarfélaginu ráðgjöf um gagnaskil. Byrjað er að flytja safnkost héraðsskjalasafnsins til Þjóðskjalasafns og þegar þeirri vinnu lýkur verður allur safnkosturinn hýstur hjá Þjóðskjalasafni,“ segir í bókun meirihlutans.

Ekkert er hins vegar fjallað um samskiptin við fráfarandi héraðsskjalavörð.

„Forstöðumaður héraðsskjalasafnsins lét af störfum um síðustu mánaðamót og eru honum færðar þakkir fyrir samstarfið í gegnum árin,“ segir í bókuninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir