Samtök um dýravelferð birta nýjar myndir af blóðtöku íslenskra hryssa. Eins og sést á myndunum eru dýrin mjög hrædd og reyna að sleppa úr vögnum sínum.
Blóðmerahald hefur verið harðlega gagnrýnt á undanförnum árum. Það er að taka blóð úr fylfullum hryssum til að nýta úr því hormónið eCG. Þetta hormón er svo notað í frjósemislyf fyrir svín og fleiri húsdýr erlendis.
Ólgan hófst eftir að dýraverndunarsamtök birtu myndband af illri meðferð við blóðtöku á Íslandi árið 2021. Um 5 þúsund hryssur eru nýttar til blóðtöku á Íslandi.
Myndirnar sem Samtök um dýravelferð birta núna koma frá dýraverndunarsamtökunum Animal Welfare Foundation í Þýskalandi og Tierschutzbund Zurich í Sviss.
Á myndunum má sjá hryssur sem eru augljóslega mjög hræddar í vögnum sínum við blóðtökuna. Á einni myndinni sést hvernig hryssa beinlínis stekkur yfir hliðið til þess að komast í burtu. Augljóslega er um stórhættulegt tilfelli að ræða.
„Ár eftir ár sjáum við hryssurnar verða fyrir ofbeldi við blóðtöku,“ segja Samtökin í nýlegri færslu um blóðmerahald.