fbpx
Fimmtudagur 07.nóvember 2024
Fréttir

Hræddar hryssur: Samtök um dýravelferð birta nýjar myndir af blóðmerahaldi

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 16:30

Ein hryssan stekkur út úr vagni sínum. Myndir/Animal Welfare Foundation ogTierschutzbund Zurich

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök um dýravelferð birta nýjar myndir af blóðtöku íslenskra hryssa. Eins og sést á myndunum eru dýrin mjög hrædd og reyna að sleppa úr vögnum sínum.

Blóðmerahald hefur verið harðlega gagnrýnt á undanförnum árum. Það er að taka blóð úr fylfullum hryssum til að nýta úr því hormónið eCG. Þetta hormón er svo notað í frjósemislyf fyrir svín og fleiri húsdýr erlendis.

Ólgan hófst eftir að dýraverndunarsamtök birtu myndband af illri meðferð við blóðtöku á Íslandi árið 2021. Um 5 þúsund hryssur eru nýttar til blóðtöku á Íslandi.

Myndirnar sem Samtök um dýravelferð birta núna koma frá dýraverndunarsamtökunum Animal Welfare Foundation í Bretlandi og Tierschutzbund Zurich í Sviss.

Á myndunum má sjá hryssur sem eru augljóslega mjög hræddar í vögnum sínum við blóðtökuna. Á einni myndinni sést hvernig hryssa beinlínis stekkur yfir hliðið til þess að komast í burtu. Augljóslega er um stórhættulegt tilfelli að ræða.

„Ár eftir ár sjáum við hryssurnar verða fyrir ofbeldi við blóðtöku,“ segja Samtökin í nýlegri færslu um blóðmerahald.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sigurbjörg þarf að borga Árna hundruð þúsunda eftir að hafa leigt af honum óíbúðarhæft húsnæði

Sigurbjörg þarf að borga Árna hundruð þúsunda eftir að hafa leigt af honum óíbúðarhæft húsnæði
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sagði að Norðmenn væru ekki lengur heppnir í Víkingalottóinu – Annað kom á daginn í gærkvöldi

Sagði að Norðmenn væru ekki lengur heppnir í Víkingalottóinu – Annað kom á daginn í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðrún minnir lækna á að alnæmi sé ekki dautt úr öllum æðum – Marga mánuði tók að greina það hjá tveimur íslenskum konum

Guðrún minnir lækna á að alnæmi sé ekki dautt úr öllum æðum – Marga mánuði tók að greina það hjá tveimur íslenskum konum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Reykjavíkurborg fær ekki að rífa hús sem Minjastofnun hefur sagt vera ónýtt

Reykjavíkurborg fær ekki að rífa hús sem Minjastofnun hefur sagt vera ónýtt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg varar við netsvindli – Netglæpamenn þykjast bjóða hálfs árs fría áskrift hjá Strætó

Reykjavíkurborg varar við netsvindli – Netglæpamenn þykjast bjóða hálfs árs fría áskrift hjá Strætó
Fréttir
Í gær

Þórhildur Sunna í sjokki yfir sigri Trump – Vill skoða inngöngu í ESB

Þórhildur Sunna í sjokki yfir sigri Trump – Vill skoða inngöngu í ESB
Fréttir
Í gær

Íslendingar bregðast við sigri Trumps: Á algjörum bömmer – „Trump will FIX it. Takk.“

Íslendingar bregðast við sigri Trumps: Á algjörum bömmer – „Trump will FIX it. Takk.“
Eyjan
Í gær

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar