fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Gefa út hreindýrabók með myndum Skarphéðins sem lést í flugslysi á Austurlandi

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 21:30

Skarphéðinn var helsti sérfræðingur Íslands í málefnum hreindýra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komin ljósmyndabók með myndum úr safni líffræðingsins Skarphéðins G. Þórissonar, sem vaktaði og rannsakaði hreindýr á Austurlandi í áratugi. Skarphéðinn var einn af þremur sem lést í flugslysi í vöktunarflugi við Sauðahnjúka þann 9. júlí árið 2023.

Bókin heitir Á slóðum íslenskra hreindýra: Í fylgd með Skarphéðni G. Þórissyni. Hún er gefin út af bókaútgáfunni Bókstafi á Egilsstöðum, í minningu Skarphéðins sem var líffræðingur og helsti fræðimaður Íslands í málefnum hreindýra. Skarphéðinn tók mikið af myndum af hreindýrum í náttúru Austurlands.

„Ljósmyndir hans af hreindýrum á öllum árstíðum við hinar ýmsu aðstæður eru ekki aðeins áhugaverðar og fallegar sem myndefni af villtum dýrum heldur birta augnablik í lífi þessara hviku dýra sem við leiðum sjaldan hugann að og sjáum sjaldan og sumir íbúar Íslands jafnvel aldrei,“ segir í færslu Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Austurlandi. „Sambúð manna og hreindýra var Skarphéðni einnig hugleikin, rétt eins og lífsbarátta þeirra og lífshættir á heiðum og öræfum, eins og margar mynda hans af hreindýrum í menningarlandslagi láglendis og mannabyggðar sýna.“

Sjá einnig:

Vinnufélagar minnast Skarphéðins – „Einstakt ljúfmenni, djúpvitur og sérstaklega vel að sér um alla náttúru og dýralíf“

Skarphéðinn var þegar byrjaður að leggja drög að ljósmyndabók þegar hann féll frá í hinu voveiflega slysi. En í því fórust einnig Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og samstarfskona Skarphéðins hjá Náttúrustofu Austurlands og Kristján Orri Magnússon flugmaður. Hafði hann í huga að miða efnistökin við árstíðirnar fjórar sem stýra miklu í lífi hreindýranna. Var bókin hönnuð með það í huga.

„Markmiðið er að sýna brot af þeirri fjölbreyttu birtingarmynd úr lífi hreindýra sem ljósmyndasafn Skarphéðins geymir, hvort heldur sem það er um þau sem hluta af hjörðinni eða sem einstaklinga,“ segir í færslunni.

Ljósmyndirnar voru teknar á löngu árabili, við miserfiðar aðstæður. Elstu myndirnar vor teknar á filmu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir