fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Kærustupar í lögregluhasar á Íslandi – Töskunni var stolið af hótelinu en allt í einu blikkaði staðsetningarmerkið

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 17:30

Íslandsferðin verður sjálfsagt ógleymanleg. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærustuparið Hakku og Tata lentu í mikilli lífsreynslu þegar þau komu til Íslands í ferðalag. Ferðatösku með tölvu, peningum og fleiru var stolið af hótelinu á fyrsta degi en ýmislegt kom svo í ljós þegar staðsetningarbúnaður tölvunnar gerði allt í einu vart við sig.

Hinn kóreyski Hakku, eða Seunghak Yu, heldur úti vinsælli Youtube síðu, Mindcpr, þar sem hann lýsir meðal annars ferðalögum sínum með unnustu sinni, hinni brasilísku Tata. Í gær birti hann myndband af ævintýrum þeirra á Íslandi fyrir skemmstu.

Öruggur staður

Í upphafi er fylgst með Hakku og Tata þegar þau koma og bóka sig inn á hótelið sitt í miðborg Reykjavíkur. Mætir þeim finnskur gestur sem bendir þeim á að geyma farangur sinn í morgunverðarsalnum.

„Enginn verður hér um miðjan dag. Við komum of snemma í gær og skildum okkar farangur eftir þarna þannig að þetta er öruggt. Ég skildi eftir gítarinn minn og enginn stal honum,“ sagði hann.

Myndavélarnar virkuðu ekki. Skjáskot/Youtube

Skildu þau farangurinn eftir og fóru til Grindavíkur til þess að njóta dagsins í Bláa lóninu. Þegar þau sneru aftur sáu þau að ein taskan var horfin. Taskan sem innihélt mestu verðmætin, MacBook fartölvu, ýmis önnur raftæki, peninga og dýra úlpu meðal annars. Heildarverðmætin í henni voru rúmlega 330 þúsund krónur.

Töskuna hafði Hakku viljandi falið undir hinum töskunum, þannig að ljóst er að þjófurinn hafi farið í gegnum farangurinn allan til að finna mestu verðmætin.

Bilaðar myndavélar

Ræddu þau við starfsmann hótelsins á staðnum og eigandann í gegnum síma. Var þeim þá tjáð að þær eftirlitsmyndavélar sem voru á staðnum væru allar bilaðar. Var þeim bent á að hafa samband við lögregluna.

„Við erum ekki töskuverslun, við erum gestahús,“ sagði eigandinn við þau í síma og hafnaði allri ábyrgð á farangrinum.

Komu tveir lögreglumenn og tóku skýrslu en parið var ekki vongott um að það myndi bera nokkurn árangur.

„Ég verð að reyna að njóta restarinnar af ferðinni,“ sagði Hakku. „Nú finnst öllum á hótelinu morgunverðarsalurinn vera grunsamlegur,“ sagði Tata. Höfðu þau sérstaklega auga á einu pari sem þar sat næsta morgun.

Óvænt uppgötvun

Þann dag fóru þau í tveggja daga ferð um Suðurlandið, að Seljalandsfossi, í Reynisfjöru og í íshellaferð í Jökulsárlóni. En þá gerðist svolítið óvænt. Um kvöldið kom staðsetningarmerki MacBook tölvunnar upp á korti á síma Hakku.

Hafði hann samstundis samband við lögregluna og lét þeim í té staðsetninguna á kortinu. Sagði lögreglumaður að hann ætti að láta vita ef hann sæi merkið hreyfast úr stað.

„Þetta er að gera mig vitlausan. Ég hélt að þetta væri búið. Ég get ekki hætt að horfa því að MacBook tölvan hverfur sífellt af skjánum. Þetta er mjög stressandi,“ sagði Hakku. „Ég veit ekki hvernig ég á að haga mér á svona tímum. Ég ætti kannski bara að gefast upp. Ég get ekki farið til Reykjavíkur núna.“

Því næst talaði Tata við lögregluna í síma sem tilkynnti henni að líklegast væri tölvan fundin, en aðeins tölvan. Lögreglumaðurinn gat ekkert sagt meira á þessari stundu, hvorki um gerendur eða annað.

Voru Hakku og Tata afar glöð að heyra þessar fréttir en engu að síður í tilfinningalegu uppnámi yfir þessu öllu saman.

Par handtekið

Þegar þau komu til Reykjavíkur fóru þau beint á lögreglustöðina að Hlemmi. „Ég sofnaði á verðinum. Ég bjóst aldrei við því að verða rændur á Íslandi,“ sagði Hakku á leiðinni þangað.

Á lögreglustöðinni fengu þau afhenta tölvuna, tölvumús, harða diska og sitthvað fleira sem hafði einnig fundist í lögregluaðgerðinni.

Lögreglumaðurinn sem lét þau hafa gripina reyndi að segja sem minnst um þá sem voru gómaðir en Hakku og Tata gengu fast á hann. Loks sagði hann þeim að þetta hafi verið maður og kona.

„Ég held að þetta hafi verið parið sem ég sagði þér frá áður, mjög grunsamleg,“ sagði Tata þá. „Þegar konan gekk fram hjá mér horfði ég beint í augun á henni og hún var hrædd.“

„Öruggasta land í heimi“

Segir lögreglumaðurinn þá að þetta hafi ekki verið ferðamenn. Ekki sé heldur víst að þau hafi stolið gripunum, þau gætu hafa keypt þýfið. Það sé að minnsta kosti það sem þau haldi fram. Ekkert annað hafi fundist, svo sem peningar, peysan eða taskan sjálf. Vildi hann ekki segja hvort fólkið sem var handtekið væru í varðhaldi. En að þau myndu fara fyrir dómara.

Parið var í öngum sínum á lögreglustöðinni. Skjáskot/Youtube

„Yfirleitt þegar hlutir eru teknir af hótelum á Íslandi af Íslendingum eru þeir ekki gestir á hótelinu. Þeir fara inn í anddyri, svipast um, reyna að stela einhverju og fara svo út,“ sagði lögreglumaðurinn. „Þetta er mjög öruggt land. Þið voruð bara óheppin. Þetta er öruggasta land í heimi. Við höfum samt glæpi.“

Hakku var sáttu við að fá gripina aftur en ekki við málalokin sem slík. Það er að alls óvíst sé að þjófarnir muni þurfa að gjalda fyrir þetta.

„Ísland veldur mér miklum vonbrigðum,“ segir hann í lok myndbandsins. „Í þessu landi getur þú stolið og ekkert gerist.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir