fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Dómur fallinn í Nýbýlavegsmálinu – Móðirin sakfelld og fær þungan dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona um fimmtugt hefur verið sakfelld fyrir manndráp, tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa orðið sex ára gömlum syni sínum að bana á heimili þeirra að Nýbýlavegi, aðfaranótt 31. janúar 2024.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Hann hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna en Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, staðfesti þetta í samtali við DV. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjaness liggur ekki fyrir hvenær dómurinn verður birtur.

Móðirin var dæmd í 18 ára fangelsi. Hún var sakfelld fyrir manndráp gagnvart yngri syni sínum og fyrir manndrápstilraun gagnvart 11 ára gömlum bróður hans.

Móðirin bar við ósakhæfi vegna andlegs ástands á verknaðarstundu, en matsmenn mátu hana sakhæfa.

Samkvæmt ákæru svipti konan son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans, þar sem hann lá sofandi í sófa, þrýsta með báðum höndum á koddann fyrir vit drengsins, og þrýsta á háls hans og efri hluta brjóstkassa. Linaði hún ekki tökin fyrr hún hún varð þess áskynja að drengurinn var látinn, en hann lést af völdum köfnunar.

Síðan fór hún inn í svefnherbergi þar sem eldri bróðir drengsins svaf, tók fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þrýsti andlitinu í rúmið, þannig að drengurinn náði ekki andanum. Drengurinn vaknaði við atlöguna og gat losað sig úr taki móður sinnar.

Gerðar voru einkaréttarkröfur af hálfu ættingja sonanna upp á tíu milljónir króna. DV hefur ekki upplýsingar um niðurstöðu varðandi bætur en sem fyrr segir liggur ekki fyrir hvenær dómur í málinu verður birtur.

Fréttinni hefur verið breytt. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt