fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Um 240 þúsund Íslendingar spila tölvuleiki

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 15:25

Myndin tengist fréttinni ekki beint Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun, sem Gallup gerði fyrir Rafíþróttasamband Íslands og ætlað var að mæla tölvuleikjaspilun hjá fullorðnum og börnum, spila 62,5% þjóðarinnar einhvers konar tölvuleiki.

Ef marka má niðurstöðurnar stunda því 239.000 kosningabærra Íslendinga rafíþróttir af einhverju tagi og tölvuleikir því eflaust helsta áhugamál þjóðarinnar. Rúmur helmingur fólks eldra en 45 ára spilar tölvuleiki reglulega en tveir þriðju hlutar þeirra sem eru yngri en 45 ára.

Þegar horft er til aldurs kemur varla mjög á óvart að leikjaspilunin er mest hjá yngra fólki og fer minnkandi eftir því sem fólk eldist. Hins vegar vekur athygli að kynjahlutföllin snúast við með hækkandi aldri og í elstu hópnum virðast spilandi konur mun fleiri en karlar á sama aldri.

Þannig segjast 88% á aldursbilinu 18 – 30 ára spila tölvuleiki en talan er komin niður í 43% hjá fólki 60 ára og eldra. Spilunin hjá aldurshópunum þarna á milli, 31- 35 ára og 46 – 60 ára, mælist annars vegar 73% og hins vegar 53%.

Þegar leikjaspilun er skoðuð eftir kyni og aldri er fjöldi spilara mestur, 89%, meðal ungra karla á aldrinum 18-30 ára. Ungar konur sem spila tölvuleiki eru þó litlu færri eða 87%. Þá segjast 81% karla á aldursbilinu 31-45 ára spila tölvuleiki en 66% kvenna.

Körlunum fækkar aftur á móti niður í 43% þegar þeir eru 46-60 ára og þegar 60 ára og eldri eru spurðir segjast 32% spila tölvuleiki. Tölvuleikjaspilun virðist því almennarri hjá eldri konum en körlum því 62% kvenna á aldrinum 46-60 ára segist spila og talan lækkar síðan ekki nema niður í 53% hjá konum 60 ára og eldri.

Könnunin var gerð á netinu fyrstu tólf daga ágústmánaðar 2024. Úrtakið, 1748 manns, var valið af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup af öllu landinu, 18 ára og eldri. Þátttaka var 48% þar sem 849 svöruðu en 899 ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir