fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Dómur kveðinn upp yfir ökumanni vegna hörmulegs dauðaslyss við Höfðabakka – Var að nota farsíma er hann lenti á manninum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 10:42

Skammt frá slysstaðnum á Höfðabakka, til móts við Árbæjarsafn. Mynd/Ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 4. nóvember yfir manni sem ók á gangandi vegfaranda við Höfðabakka, hjá Árbæjarsafni, þann 10. desember árið 2022.

Í ákæru segir að ákært sé „fyrir hegningar- og umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 10. desember 2022, ekið bifreiðinni […], án nægilegrar varúðar og aðgæslu norður Höfðabakka í Reykjavík, við Árbæjarsafnið, […] og fyrir að hafa notað farsíma án handfrjáls búnaðar við aksturinn, en bifreiðin hafnaði á A, kt. […], sem kraup á veginum, með þeim afleiðingum að hann hlaut öndunar- og blóðrásarbilun eftir áverka á brjóstið og bolinn, sem leiddi til þess að hann lést á bráðamóttöku Landspítalans skömmu síðar. M. 007-2022-[…]“

Er hinn ákærði ók á vegfarandann hafði áður verið ekið á hann. Atvikinu er lýst svo í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa:

„Þann 10. desember 2022 var gangandi vegfarandi að þvera Höfðabakka rétt sunnan við biðstöð strætisvagna á móts við Árbæjarsafn. Á sama tíma var bifreið ekið Höfðabakka til suðurs og á gangandi vegfarandann. Ökumaður bifreiðarinnar ók af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið. Vegfarandinn lá á eystri akrein Höfðabakka. Stuttu síðar var Suzuki fólksbifreið ekið Höfðabakka til norðurs. Þegar ökumaður Suzuki bifreiðarinnar kom auga á vegfarandann liggjandi á götunni, sveigði hann til vinstri en náði ekki að forðast árekstur við vegfarandann. Á vestari akrein, með akstursátt til suðurs Höfðabakka, var Toyota fólksbifreið á litlum hraða og lenti Suzuki bifreiðin á hlið hennar þegar henni var beygt frá vegfarandanum.

Vegfarandinn sem ekið var á lést á Landspítala seinna um nóttina af völdum fjöláverka.“

Það er síðarnefndi ökumaðurinn í lýsingunni hér að ofan sem var ákærður í þessu máli, þ.e. ökumaður Suzuki bílsins.

Hinn ákærði játaði sök samkvæmt breyttri ákæru. Í dómnum kemur fram að hann hafi átt erfitt með andlega líðan eftir atburðinn og segir frá því í vottorði frá sálfræðingi. „Þá eru atvik fremur sérstæð, eins og þau birtast í málsgögnum,“ segir í dómnum og er þar væntanlega vísað til þess að búið var að keyra á vegfarandann rétt á undan og hann kaup niður á veginum. Ennfremur hafði það vægi fyrir niðurstöðu dómara að ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög.

Niðurstaðan er sú að refsingu ákærða er frestað og skal hún falla niður að tveimur árum liðnum, haldi ákærði skilorð. Hann þarf hins vegar að greiða tæplega 1,5 milljónir króna í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar