Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Finnur að því fylgi bæði kostir og gallar að vera í bandalaginu.
„Kostirnir eru þeir að við njótum ákveðinnar verndar gagnvart ytri ógn ef hún steðjar að og það er gott að eiga bandamenn ef slíkt kemur upp. Gallarnir eru þeir að þetta er stórt bandalag og það getur verið varasamt að vera í bandalagi sem er hernaðarbandalag og getur mögulega í einhverjum tilfellum gert það að verkum að Ísland sé frekar skotmark, heldur en ef við værum utan við bandalagið,“ segir hann við Morgunblaðið og bætir við að hans skoðun akkúrat núna, eins og staðan er í heiminum, sé sú að þetta sé eitthvað sem við ættum ekki að skoða.
Svandís sagði í Spursmálum á mbl.is á dögunum að Íslendingar ættu frekar að einbeita sér að vörnum gegn netógnum, uppgangi hægri öfgamanna og heimilisofbeldi.