fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fréttir

Úrskurðaður í nálgunarbann: Kom fyrir hlerunarbúnaði á heimili fyrrverandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. nóvember 2024 21:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis að maður einn skuli sæta nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni til mánudagsins 24. febrúar 2025. Er lagt bann við því að maðurinn komi á eða í námunda við lögheimili konunnar, á svæði sem afmarkast við 100 metra radíus umhverfis húsnæðið, mælt frá miðju þess. Jafnframt er lagt bann við því að hann veiti konunni eftirför, nálgist hana á almannafæri, hringi í hana, sendi henni tölvupóst, sendi henni skilaboð, eða setji sig á annan hátt í sambandi við hana.

Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi áreitt konuna með ýmsum hætti eftir að þau slitu samvistum. Hann kom fyrir hlerunarbúnaði á heimili hennar og hefur sent henni fjölmörg skilaboð á samfélagsmiðlum. Í skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði á heimili konunnar. Jafnframt neitaði hann að skrifa undir svokallaða Selfossleið, en það er yfirlýsing um að láta af áreiti.

Í september þurfti konan að hringja á lögreglu vegna áreitis mannsins við heimili hennar, hann hafði mætt þar um morguninn og barið á alla glugga. Hafði hann einnig áreitt hana látlaust fram að því.

Nálgunarbannsúrskurðinn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Í gær

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Í gær

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd