fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. nóvember 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þráinn Stefánsson, 62 ára Íslendingur sem býr í Tælandi, brá mjög í brún er Facebook-vinur hans til margra ára fór allt í einu að hafa í hótunum við hann. Sendi honum m.a.s. mynd af byssu og hótaði því að gera ástvinum hans mein.

Facebook-vinurinn er eldri maður, öryrki. Þráinn hefur ávallt álitið hann vera friðsamlegan enda rann fljótlega upp fyrir honum að um var að ræða hakkara, Facebook-reikningur vinarins hafi verið yfirtekinn. En hakkarinn þekkti nöfn á nánum ættingjum Þráins, hann nafngreindi fólkið sem hann sagðist ætla að vinna mein.

Þráinn greinir DV frá því að fyrst hafi hann fengið eftirfarandi skilaboð:

 

Sendandinn skipaði Þráni ítrekað að smella á tengilinn en Þráinn neitaði því.

„Upphaflega sendir hann mér fyrirspurn um hvort ég hafi fengið kóða frá Facebook. Ég svara nei. Hann margsendir og segir mér að athuga betur. Ég svara honum og segist engan kóða hafa fengið. Hann vildi að ég smellti á linkinn en ég sagðist ekki vilja fara inn á þetta, ég treysti engu svona. Upp úr því byrja hótanir. Ég segi þá bara: Er ekki allt í lagi með þig? Þetta var sent frá Facebook-reikningi gamals Facebook vinar míns sem er eldri maður og öryrki. Einhver annar hefur tekið yfir síðuna hans, það er klárt mál. En sá sem er að skrifa þetta þekkir vel til mín og minnar fjölskyldu.“

Hér má sjá orðrétt dæmi (fyrir utan úrfelld nöfn) um hótanir hakkarans:

„Kannski er þetta mjög fallegt fyrir þig er ég nota það á þig“

„Eða þetta verður fínt er ég nota þetta á […]“

„Allt í lagi ég leita af henni og er ég er búinn að blása af henni höfuðið sendi ég þad til þin“

„[…] er fyrsta skotmarkið mitt“

„Ég skal þurrka ykkur öll og láta þig kveljast Þurrka út alla fjölskylduna þina“

„Sá eini er getur frelsað þig er ég gerðu greiða“

Var mjög brugðið

Þráinn segir að sér hafi verið mjög brugðið yfir hótunum, byssumyndinni og því að sá sem hótaði honum nafngreindi ástvini hans. En smám saman rann upp fyrir honum að þetta væru líklega innistæðulausar hótanir. Orðfæri aðilans var mjög sérkennilegt og bar keim af vélþýðingum.

Þráinn brást klárlega rétt við með því að neita ósk mannsins um að smella á tengilinn.

„Ég ætla að tilkynna þetta til lögreglunnar á Íslandi,“ segir Þráinn.

Mikilvægt er fyrir alla að gæta þess að smella ekki á torkennilega tengla sem FB-vinir gætu sent í skilaboðum á Messenger. Ef um að ræða svipaðan tengil og hér um ræðir þá má slá því föstu að ekki er um að Facebook-vininn að ræða heldur erlendan hakkara og glæpamann.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir