fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fréttir

Segir að koma norðurkóreskra hermanna til Úkraínu sé afleiðing af mistökum Vesturlanda

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2024 08:00

Hér sjást að sögn norðurkóreskir hermenn að taka við rússneskum búnaði. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurkóreskir hermenn eru komnir til Kúrsk í Rússlandi sagði Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATÓ, í síðustu viku. Síðan hafa borist fregnir af því að allt að 8.000 norðurkóreskir hermenn séu komnir til austurhluta Úkraínu. Rutter sagði að koma norðurkóresku hermannanna sé alheimsvandamál. Sérfræðingur segir að þetta sé afleiðing af „algjörlega misheppnaðri stefnu Vesturlanda“.

Rutter sagði að þátttaka norðurkóresku hermannanna í stríðinu í Úkraínu sé ekki bara vandamál fyrir Úkraínu, heldur grafi þetta undan friði og öryggi á heimsvísu. Staða öryggismála í Evrópu og Kyrrahafi versni mikið við þetta. Hann sagði síðan að nú verði rætt hvernig sé hægt að auka hernaðarstuðninginn við Úkraínu og bætti við að koma norðurkóresku hermannanna sé merki um vaxandi örvæntingu Pútíns enda hafi rúmlega 600.000 rússneskir hermenn fallið eða særst  í Úkraínu. Nú geti hann ekki haldið stríðsrekstrinum áfram nema með stuðningi erlendis frá.

Phillips P. O‘Brien, prófessor í stefnumótunarfræðum við St. Andrews háskólann, segir að þarna sé horft í vitlausa átt. Hann spáði því einmitt á bloggsíðu sinni nýlega að þessi útskýring á þátttöku norðurkóresku hermannanna í stríðinu gæti unnið á og færði rök fyrir því að þetta sé ekki alls kostar rétt.

„Þetta er ákveðið merki um að Rússar hafi ekki óþrjótandi mannskap en stundum gæti maður haldið það miðað við það sem maður les í fjölmiðlum. En það mikilvæga í þessu er ekki það að þeir séu örvæntingarfullir, heldur að þetta staðfestir algjörlega misheppnaða stefnu Bandaríkjanna og leiðandi Evrópuríkja sem reyna að örstjórna stríðinu með því að takmarka þá aðstoð sem Úkraína fær og hvernig Úkraína má nota hana,“ skrifaði hann en hann hefur lengi fært rök fyrir því að Vesturlönd eigi að breyta nálgun sinni og vera sókndjarfari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Í gær

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Í gær

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd