fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fréttir

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pressan
Mánudaginn 4. nóvember 2024 14:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski húsgagnarisinn IKEA hefur fallist á að greiða sex milljónir evra, eða sem nemur tæplega 900 milljónum króna, í sjóð sem notaður verður til að greiða föngum bætur sem voru notaðir sem hálfgerðir þrælar í Austur-Þýskalandi á kaldastríðsárunum.

Um var að ræða bæði pólitíska fanga sem og hefðbundna fanga sem hlotið höfða dóma fyrir ýmis brot. Voru það undirverktakar á vegum fyrirtækisins sem létu fangana vinna, meðal annars við að smíða vörur og pakka þeim í umbúðir.

Fyrst var greint frá málinu fyrir rúmum áratug og var endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young fengið til að rannsaka málið. Skýrsla leit dagsins ljós árið 2012 og kom fram í henni að einhverjir framkvæmdastjórar IKEA voru meðvitaðir um að pólitískir fangar væru notaðir í nauðungarvinnu á áttunda og níunda áratug 20. aldar.

Þýska alþýðulýðveldið, eða Austur-Þýskaland eins og það er oftast kallast, var stofnað á hernámssvæði Sovétríkjanna í Þýskalandi eftir seinni heimsstyrjöldina. Tugþúsundir fanga eru sagðir hafa unnið nauðungarvinnu í fangelsum og eru fjölmörg fyrirtæki sögð hafa nýtt sér þetta. Einstaklingar voru oft fangelsaðir fyrir litlar sem engar sakir og fylgdist ríkisöryggisráðuneyti landsins, Stasi, vel með þegnum sínum í gegnum umangsmikið net uppljóstrara.

IKEA í Þýskalandi tilkynnti á dögunum að fyrirtækið hefði sett sex milljónir evra í fyrrnefndan sjóð sem notaður verður til að greiða pólitískum föngum sem unnu nauðungarvinnu bætur. Þýska þingið mun á næstu vikum staðfesta stofnun sjóðsins, að því er segir í frétt CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Í gær

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Í gær

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd