fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2024 17:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er öruggasti áfangastaðurinn fyrir ferðamenn árið 2025 að mati Berkshire Hathaway Travel Protection, og færir sig upp um átta sæti frá síðasta ári. Matið byggir meðal annars á einkunn Íslands á Global Peace Index (GPI) en þar hefur Ísland löngum vermt  fyrsta sætið, á könnun meðal fjölda amerískra ferðamanna sem og öðrum opinberum gögnum.

Toppsætið fær Ísland að þessu sinni byggt á nokkrum ólíkum þáttum. Svo sem út af þjóðveginum, þar sé umferð sjaldnast þung og þar með minni hætta á umferðaróhöppum. Eins er talið að hér sé glæpatíðni tiltölulega lág og að lítil hætta sé hér fyrir ferðamenn óháð kyni þeirra, kynhneigð eða kynþætti.

Listinn er eftirfarandi:

  1. Ísland
  2. Ástralía
  3. Kanada
  4. Írland
  5. Sviss
  6. Nýja Sjáland
  7. Þýskaland
  8. Noregur
  9. Japan
  10. Danmörk
  11. Portúgal
  12. Spánn
  13. Bretland
  14. Holland
  15. Svíþjóð

Listinn í fyrra var:

  1. Kanada
  2. Sviss
  3. Noregur
  4. Írland
  5. Holland
  6. Bretland
  7. Portúgal
  8. Danmörk
  9. Ísland
  10. Ástralía
  11. Nýja Sjáland
  12. Japan
  13. Frakkland
  14. Spánn
  15. Brasilía

Sá fyrirvari er þó gerður við mælinguna að ekki sé hægt að meta fyllilega hættuna vegna náttúruhamfara og vissulega séu eldgos tíð á Íslandi.

Þegar kemur að hættunni á ofbeldisfullum glæpum er Ísland í 5. sæti, 7. sæti hvað varðar hættuna á hryðjuverkum, 8. sæti hvað varðar öryggi í samgöngum, 7. sæti  hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu, 7. sæti hvað varðar öryggi kvenna, hinsegin og fólks með annan hörundslit en hvítan. Helst voru það eldri ferðalangar sem gáfu Íslandi toppeinkunn en við lendum neðar meðal svarenda af yngri kynslóðunum.

Nánar má lesa um könnunina hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir