fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og frambjóðandi Sósíalistaflokksins, og Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og borgarfulltrúi Miðflokksins, lentu í hörkudeilum á Facebook-síðu þess fyrrnefnda í gærkvöldi.

Gunnar Smári skrifaði þá langa og frekar sakleysislega færslu um kvöldmatinn sem hann borðaði í gærkvöldi. Kvaðst hann hafa komið við í Bónus og keypt sér síld, egg og rúgbrauð. Ekki vildi betur til en svo að síldarkrukkan rann úr innkaupapokanum þegar hann kom heim og brotnaði þegar hún lenti á gólfinu.

Til að gera langa sögu stutta hreinsaði hann síldina af gólfinu og kíkti svo í ísskápinn.

„Sé þar kartöflur og part úr lambahrygg, svona skammt fyrir hjón sem búa ein eftir að börnin eru flutt að heiman. Ég kalla þetta einmana hrygg, því hryggur og læri eru máltíðir fyrir sameinaðar stórar fjölskyldur. Þarna er andafita og þrjú ansjósuflök, blóðberg og skalotlaukar og svo á ég góðan hvítlauk sem ég keypti hjá frökkunum í Hýalíni,“ sagði Gunnar Smári sem bræddi ansjósurnar í fitunni og velti kartöflunum upp úr á meðan hann saltaði og pipraði hryggstúfinn. Hann lýsti því svo að hann hefði skorið sítrónu sem hann setti með kartöflunum og blóðbergið, steikti svo hrygginn og lagði ofan á kartöflurnar og setti svo allt í ofninn. Allt þetta bragðaðist guðdómlega, að sögn Gunnars Smára.

Má nýta mat ef maður er sæmilega edrú

En Vigdís Hauksdóttir sá ástæðu til að skjóta á Gunnar Smára sem verður oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi kosningar síðar í mánuðinum.

„Það sem ég skil ekki er – hvernig getur formaður Sósíalistaflokks Íslands átt svona dýran mat í ísskápnum sínum meðan kjósendur flokksins eiga ekki fyrir mat,“ spurði Vigdís og svaraði Gunnar Smári um hæl:

„Með því að vinna eins og skepna á taxtakaupi Blaðamannafélagsins og eyða ekki peningunum í brennivín og vitleysu á Klausturbarnum. Ekkert af þessu var dýrt, nema lambið; hitt voru afgangar. Það má nýta mat vel ef maður er sæmilega edrú.“

Vigdís sagði í kjölfarið: „Já já ekki æstur – það má gera ýmislegt fyrir 25,5 milljónir,” og lét fylgja með slóð á vef Stjórnarráðsins þar sem var fjallað um framlög til stjórnmálaflokka á árinu en Sósíalistaflokkurinn fékk einmitt 25,5 milljónir króna.

„Hvílíkt pakk!“

Gunnari Smára var ekki hlátur í huga þegar hann las þessa athugasemd Vigdísar:

„Ertu full á Facebook? Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann? Er engin sómakennd í ykkur í Miðflokknum? Hvílíkt pakk!“

Vigdís svaraði í sömu mynt: „Hvað er eiginlega að þér maður – ef einhver bendir á staðreyndir er hann þá “fullur”? Svakalega ertu að stimpla flokkinn út – aumingja Sanna vinkona mín úr borgarstjórn að sitja uppi með þig Gunnar Smári …!!! Ein spurnig: Ert þú fullur? Ekki ber á öðru að því sem mér sýnist á óstöðum svörum þínum.”

Gunnar Smári brást við með því að spyrja hvaða staðreyndir hún væri að benda á. „Að ég eigi ekki að hafa efni á þriðjung úr lambahrygg á sunnudegi? Þetta er bara dónaskapur og heimska.“

Vigdís svaraði því til að hún væri að benda á ríkisstyrkina. „Finn styrkina frá Rvk á morgun og set upp sem eina tölu. Góða nótt og passaðu að klára flöskuna fyrir háttinn,” sagði Vigdís. Gunnar Smári spurði hana síðan hvað ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka komi sunnudagsmatnum hans við. „Varstu þú að éta fyrir ríkisstyrkinn til Miðflokksins,“ spurði hann en þegar þetta er skrifað hefur Vigdís ekki svarað þeirri spurningu. Þess má geta að Gunnar Smári fagnaði 29 ára edrúafmæli sínu í gær og lýsti hann því í annarri færslu hvað hann væri þakklátur fyrir þann tíma.

Þessi samskipti Gunnars Smára og Vigdísar vöktu töluverða athygli og lagði þingmaðurinn fyrrverandi Þór Saari meðal annars orð í belg. „Skrímslin eru víða félagi og Vigdís hefur lengi þurft á mannasiðanámskeiði að halda.“

Gunnar Smári svaraði athugasemd Þórs svona: „Já, augljóslega kosningar í nánd. Nú verður svona óværa undir öllu sem maður skrifar og segir. Pældu í því, hún er að reyna að gera það tortryggilegt að ég hafi eldað 1/3 af lambahrygg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður