fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Fyrrum barnastjarna dæmd í 21 mánaða fangelsi – Stal úlpu í jarðarför

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2024 18:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Freyr Karlsson, 31 árs gamall, hlaut í dag dóm í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnalagabrot, umferðar- og vopnalagabrot og þjófnað. Ákæran gegn honum er í fjórum liðum sem hér segir:

1)Fíkniefnalagabrot með því að hafa, laugardaginn 26. nóvember 2022, haft í vörslum sínum 7,65 g af amfetamíni, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða á lögreglustöð að Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík.

2)Umferðar- og vopnalagabrot með því að hafa, sunnudaginn 25. desember 2022, ekið bifreið sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 530 ng/ml, kókaín 105 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,3 ng/ml) í Hveragerði, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða á bifreiðastæði, og haft í vörslum sínum stunguvopn, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða.

3)Fíkniefna- og vopnalagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 5. desember 2023, haft í vörslum sínum 1,94 g af maríhúna og tvö bitvopn, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða í ótilgreindri verslun.

4) Þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 21. desember 2023, stolið úr fatahengi á ótilgreindum stað í Reykjavík, brúnni 66°Norður úlpu, loðkraga, húslyklum, kveikjuláslyklum af Dacia Duster bifreið og greiðslukortum, allt að óþekktu verðmæti.

Samkvæmt heimildarmanni DV mun Arnar Freyr hafa verið í jarðarför þegar hann framdi brot samkvæmt fjórða ákærulið.

Ákærði kom tvisvar fyrir dóm, þann 21. ágúst síðastliðinn og játaði hann hluta sakargifta og neitaði öðrum. Í þinghaldi 24. október síðastliðinn, sem ætlað var til aðalmeðferðar, féll ákæruvaldið frá hluta af verknaðarlýsingu fyrsta ákæruliðar. Í sama þinghaldi breytti ákærði afstöðu sinni til ákærunnar og gekkst skýlaust við öllum sakargiftum samkvæmt endanlegri ákæru og samþykkti upptökukröfur. 

Arnar Freyr varð landsþekktur fyrir leik sinn í Vaktaseríunni, þar sem hann lék son Georgs Bjarnfreðarsonar, Flemming Geir, í þáttunum og kvikmynd. Þættirnir nutu fádæma vinsælda hér á landi og gera enn og þykja sígilt sjónvarpsefni sem horfa má á aftur og aftur.

Sakaferill í áratug

Í dómnum kemur fram að ákærði á sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2014. Var honum meðal annars gert með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2017 að sæta þriggja mánaða fangelsi fyrir akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna, auk fíkniefnalagabrots. Með dómi Landsréttar árið 2020 var ákærða gert að sæta fangelsi í 15 mánuði, meðal annars fyrir akstur sviptur ökurétti, akstur undir áhrifum slævandi lyfja og ávana- og fíkniefna, sem og vörslur fíkniefna. Nú síðast var ákærða gert að sæta fangelsi í sjö mánuði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2020, meðal annars fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur sviptur ökurétti. 

Horfði dómari til þess að ákærði hafði gerst sekur í sjöunda sinn, innan ítrekunartíma, um akstur undir áhrifum vímuefna, og í sjötta sinn gerst sekur um akstur sviptur 4 ökurétti. Jafnframt liggur fyrir að ákærða var veitt fyrrgreind reynslulausn 4. október 2021 af eftirstöðvum refsingar, 340 dögum, sbr. framangreinda dóma frá árinu 2020. Reynslulausnin var bundin almennu skilorði til tveggja ára. Voru því téðar eftirstöðvar nú dæmdar upp og refsing ákveðin í einu lagi. Heilt á litið horfir sakaferill ákærða til refsiþyngingar. 

Játning, tafir og fleira til refsimildunar

Skýlaus játning ákærða, og nokkrar tafir á meðferð málsins fyrir útgáfu, voru honum til refsimildunar. Dómari taldi einnig ljóst af gögnum málsins að ákærði hefur um langt skeið átt við vímuefnavanda að stríða. 

„Samkvæmt fyrirliggjandi vottorði tekur ákærði sem stendur virkan þátt í kirkjulegu starfi, meðal annars sem sjálfboðaliði. Út frá hinu sama verður ráðið að betur gangi hjá honum nú en áður og að hann leitist við að snúa lífi sínu til betri vegar og halda sig frá afbrotum. Verður að taka tillit til núverandi aðstæðna ákærða, eins og hér stendur á.“

Að öllu framangreindu virtu var ákærði dæmdur í fangelsi í 21 mánuð en fresta skal fullnustu 19 mánaða af refsingunni og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð.

Ákærði var sviptur ökurétti ævilangt með fyrrgreindum dómi frá árinu 2015, hefur ævilöng ökuréttarsvipting verið áréttuð með áðurnefndum dómum þremur dómum siðan. „Samkvæmt framangreindu er ljóst að vegna endurtekinna fíkniefnaakstursbrota ákærða hafa ítrekunaráhrif nú teygt sig yfir um það bil níu ára tímabil.“ Var ævilöng ökuréttarsvipting áréttuð enn á ný.

Ákærði var jafnframt gert að sæta upptöku á 7,65 g af amfetamíni, 1 stykki af pregabalin accord, 1,94 g af maríjúana, 58,50 stykkjum af læknislyfjum, einu stunguvopni og tveimur bitvopnum. Og einnig að greiða 969.550 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs og er þar innifalin þóknun skipaðs verjanda hans, 709.280 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka