Læknafélag Íslands hefur afturkallað verkfallsboðun sína og tilkynnt félagsmönnum að boðað yrði til nýs verkfalls. Þetta var gert eftir að ríkið taldi boðunina ólöglega og vísaði henni til félagsdóms.
Vísir greindi fyrst frá.
Læknafélagið telur ekki að boðunin hafi verið ólögleg en óttast að félagsdómur gæti frestað verkfallinu. Þess vegna er þessi leið farin.
Kosið verður á hverri heilbrigðisstofnun fyrir sig. Verði verkfall samþykkt fara þær hins vegar samtímis í verkfall.
Vegna þessa mun boðað verkfall frestast um eina viku. Það er hefjast 25. nóvember í staðinn fyrir 18. nóvember, það er ef það verður samþykkt.