fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 20:00

Landslagið er gjörbreytt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóðin miklu í Valencia og nærliggjandi svæðum á austurströnd Spánar hafa ekki aðeins valdið gríðarlegu manntjóni. Nýjar gervihnattarmyndir sýna glöggt þá gríðarlegu eyðileggingu sem flóðin hafa valdið á mannvirkjum og umhverfinu.

Myndirnar voru birtar á vefnum N332, það er bæði nýjar gervihnattarmyndir og eldri gervihnattarmyndir af sömu svæðum.

Á myndunum sést hvernig drulla og vatn hefur flætt yfir svo til hvern fersentimetra. Þar sem áður voru græn svæði með trjám eða akrar í námunda við borgina er nú drullusvað. Sést hvernig drullan og leirinn hefur borist langt út í sjó.

Ein myndin sýnir til að mynda hvernig skolphreinsistöð er komin á kaf í drullu. Þangað til stöðin er komin aftur í gagnið mun allt skolp fara óhreinsað beint í sjóinn. Í kring eru mikil ferðamannasvæði og vinsælar strandir.

Á annarri mynd sést hvernig stórt brúarmannvirki er mikið laskað eftir flóðin og algjörlega ónothæft. Bílar, þar á meðal stórir vörubílar, virðast hafa verið skildir eftir við brúnna. Þá hafa járnbrautarteinar rofnað og lestasamgöngur legið niðri.

Staðfest dauðsföll eru nú vel á þriðja hundrað í flóðunum, sem hófust 29. október. En heils árs úrkoma kom niður á mjög stuttum tíma vegna sérstakra veðuraðstæðna. Þá eru um 2 þúsund manns saknað.

Svæðin sem hafa farið verst út úr flóðunum eru Valencia, Castilla La Mancha og Andalucia. Eins og gefur að skilja hafa innviðir, eins og rafmagn, vatn, lestarkerfi og símkerfi farið úr skorðum og eignatjónið er gríðarlegt. Um 2 þúsund verslanir eru gereyðilagðar og nærri 5 þúsund aðrar mjög skemmdar. Tjón almennings er líka gríðarlegt. Hús hafa stórskemmst og bílar sópast með straumnum og eyðilagst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í uppsveitir Árnessýslu

Björgunarsveitir kallaðar út í uppsveitir Árnessýslu
Fréttir
Í gær

Pawel bendir á að Bjarni hafi ruglast – Kópavogur hafi komið í veg fyrir stækkun en ekki Reykjavík

Pawel bendir á að Bjarni hafi ruglast – Kópavogur hafi komið í veg fyrir stækkun en ekki Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór bendir á „ógeðfellda“ staðreynd um arðsemi bankanna

Ragnar Þór bendir á „ógeðfellda“ staðreynd um arðsemi bankanna