fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 20:00

Landslagið er gjörbreytt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóðin miklu í Valencia og nærliggjandi svæðum á austurströnd Spánar hafa ekki aðeins valdið gríðarlegu manntjóni. Nýjar gervihnattarmyndir sýna glöggt þá gríðarlegu eyðileggingu sem flóðin hafa valdið á mannvirkjum og umhverfinu.

Myndirnar voru birtar á vefnum N332, það er bæði nýjar gervihnattarmyndir og eldri gervihnattarmyndir af sömu svæðum.

Á myndunum sést hvernig drulla og vatn hefur flætt yfir svo til hvern fersentimetra. Þar sem áður voru græn svæði með trjám eða akrar í námunda við borgina er nú drullusvað. Sést hvernig drullan og leirinn hefur borist langt út í sjó.

Ein myndin sýnir til að mynda hvernig skolphreinsistöð er komin á kaf í drullu. Þangað til stöðin er komin aftur í gagnið mun allt skolp fara óhreinsað beint í sjóinn. Í kring eru mikil ferðamannasvæði og vinsælar strandir.

Á annarri mynd sést hvernig stórt brúarmannvirki er mikið laskað eftir flóðin og algjörlega ónothæft. Bílar, þar á meðal stórir vörubílar, virðast hafa verið skildir eftir við brúnna. Þá hafa járnbrautarteinar rofnað og lestasamgöngur legið niðri.

Staðfest dauðsföll eru nú vel á þriðja hundrað í flóðunum, sem hófust 29. október. En heils árs úrkoma kom niður á mjög stuttum tíma vegna sérstakra veðuraðstæðna. Þá eru um 2 þúsund manns saknað.

Svæðin sem hafa farið verst út úr flóðunum eru Valencia, Castilla La Mancha og Andalucia. Eins og gefur að skilja hafa innviðir, eins og rafmagn, vatn, lestarkerfi og símkerfi farið úr skorðum og eignatjónið er gríðarlegt. Um 2 þúsund verslanir eru gereyðilagðar og nærri 5 þúsund aðrar mjög skemmdar. Tjón almennings er líka gríðarlegt. Hús hafa stórskemmst og bílar sópast með straumnum og eyðilagst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“