fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. nóvember 2024 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýleg netárás á vefsíðuna Archive.org, sem undanfarin þrjátíu ár hefur skrásett allt efni á vefnum, hefur gert það að verkum að þjónustan hefur verið óvirk frá því í byrjun október. Óhætt er að segja að sagnfræðingar séu uggandi yfir stöðunni enda mun þetta þýða að óbreyttu að þær upplýsingar sem komið hafa fram undanfarna daga verða líklega ekki aðgengilegar í framtíðinni.

Um þessa stöðu er meðal annars fjallað í grein á vefnum Krossgötum.

Umrædd netárás, svokölluð DDOS-árás, átti sér stað þann 8. október síðastliðinn. Ekki aðeins tók árásin þjónustu Archive.org úr sambandi heldur mátti litlu muna að öll gögn vefsíðunnar myndu eyðileggjast. Blessunarlega tókst að koma í veg fyrir það og gera efnið aftur aðgengilegt en árásin hefur þó haft þau áhrif að ekkert hefur verið afritað frá 8. október síðastliðnum.

„Það sem þetta þýðir er eftirfarandi: Sérhver vefsíða getur birt hvað sem er í dag og tekið það niður á morgun án þess að skilja eftir neina sögu um það sem birt var nema einhver notandi einhvers staðar hafi tekið skjáskot. Jafnvel þá er engin leið til að staðfesta áreiðanleika þess. Hefðbundna aðferðin til að komast að því hver sagði hvað og hvenær er nú horfin. Það er að segja að allt internetið er þegar verið að ritskoða í rauntíma þannig að á þessum mikilvægu vikum, þegar stór hluti almennings búast við óheiðarleika, getur hver sem er í upplýsingabransanum komist upp með hvað sem er án þess að verða gripinn,“ segir í umræddri grein á vef Krossgatna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður