fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Fréttir

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. nóvember 2024 14:30

Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir leiða tvo stærstu flokkanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðreisn er á gríðarlegu flugi í skoðanakönnunum nú þegar innan við mánuður er til kosninga.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents, sem unnin var fyrir Morgunblaðið, er Viðreisn nú með 18,5% fylgi en í könnun þann 18. október var fylgið 14,1%.

Samfylkingin mælist sem fyrr stærsti flokkurinn en heldur hefur hallað undan fæti hjá flokknum í síðustu skoðanakönnunum. Samkvæmt könnuninni mælist Samfylkingin með 22,3% fylgi en var 24,8% fyrir hálfum mánuði. Ekki er marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar.

Miðflokkurinn er örlítið stærri en Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur unnið á frá síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist með 14,4% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 14,1%. Flokkur fólksins er á svipuðum slóðum og í síðustu könnunum og mælist fylgi hans nú 11,2%.

Framsóknarflokkurinn er á svipuðu róli og áður og mælist fylgi hans 5,8%. Píratar eru á barmi þess að detta út af þingi ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við könnun Prósents. Fylgi flokksins mælist nú 4,9%.  Sósíalistar mælast með 4,0% og Vinstri grænir 2,6%. Lýðræðisflokkurinn er með 1,5% fylgi og Ábyrg framtíð 0,4%.

Könn­un­in var gerð dag­ana 25.-31. októ­ber og var úr­takið 2.400 manns og 1.195 svör bár­ust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bjarni skar út „hryllilegasta“ grasker í heimi – Sjáðu hvað stóð á því

Bjarni skar út „hryllilegasta“ grasker í heimi – Sjáðu hvað stóð á því
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fjögurra manna fjölskylda komst úr brennandi íbúð í Kópavogi í nótt

Fjögurra manna fjölskylda komst úr brennandi íbúð í Kópavogi í nótt
Fréttir
Í gær

Leikskóli í Breiðholti skotmark skemmdarvarga – „Stórhættulegt börnunum okkar“

Leikskóli í Breiðholti skotmark skemmdarvarga – „Stórhættulegt börnunum okkar“
Fréttir
Í gær

Einar Kárason gagnrýnir RÚV harkalega – „Þar er varnarbaráttu Úkraínumanna gegn innrás líkt við árásarstríð Napóleons gegn Rússum 1812“

Einar Kárason gagnrýnir RÚV harkalega – „Þar er varnarbaráttu Úkraínumanna gegn innrás líkt við árásarstríð Napóleons gegn Rússum 1812“
Fréttir
Í gær

Maður sem grunaður er um að hafa banað móður sinni í Breiðholti hafði nýlokið afplánun og var álitinn hættulegur

Maður sem grunaður er um að hafa banað móður sinni í Breiðholti hafði nýlokið afplánun og var álitinn hættulegur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona í klóm eltihrellis eftir stutt kynni á gistiheimili – Skildi eftir rós á tröppunum og áreitti hana í kirkju

Kona í klóm eltihrellis eftir stutt kynni á gistiheimili – Skildi eftir rós á tröppunum og áreitti hana í kirkju