fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. nóvember 2024 14:30

Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir leiða tvo stærstu flokkanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðreisn er á gríðarlegu flugi í skoðanakönnunum nú þegar innan við mánuður er til kosninga.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents, sem unnin var fyrir Morgunblaðið, er Viðreisn nú með 18,5% fylgi en í könnun þann 18. október var fylgið 14,1%.

Samfylkingin mælist sem fyrr stærsti flokkurinn en heldur hefur hallað undan fæti hjá flokknum í síðustu skoðanakönnunum. Samkvæmt könnuninni mælist Samfylkingin með 22,3% fylgi en var 24,8% fyrir hálfum mánuði. Ekki er marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar.

Miðflokkurinn er örlítið stærri en Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur unnið á frá síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist með 14,4% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 14,1%. Flokkur fólksins er á svipuðum slóðum og í síðustu könnunum og mælist fylgi hans nú 11,2%.

Framsóknarflokkurinn er á svipuðu róli og áður og mælist fylgi hans 5,8%. Píratar eru á barmi þess að detta út af þingi ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við könnun Prósents. Fylgi flokksins mælist nú 4,9%.  Sósíalistar mælast með 4,0% og Vinstri grænir 2,6%. Lýðræðisflokkurinn er með 1,5% fylgi og Ábyrg framtíð 0,4%.

Könn­un­in var gerð dag­ana 25.-31. októ­ber og var úr­takið 2.400 manns og 1.195 svör bár­ust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“
Fréttir
Í gær

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“