fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Fréttir

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. nóvember 2024 15:00

Ruffine hjónin flýja til Íslands á meðan kosningarnar eru í gangi. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk hjón sem búa á Washington svæðinu geta ekki hugsað sér að vera í Bandaríkjunum á meðan kosningarnar standa yfir í næstu viku. Ákváðu þau að flýja til Íslands.

Hjónin heita Mary og Tony Ruffine og búa í Arlington í Virginíufylki, rétt vestan við höfuðborgina Washington. Þau hafa verið gift í 35 ár.

Í þættinum Inside Edition á sjónvarpsstöðinni CBS greina þau frá því að þau geti ekki hugsað sér að vera í Bandaríkjunum á meðan kosningarnar standa fyrir, þar sem Donald Trump og Kamala Harris etja kappi. Þess vegna ákváðu þau að fara í vikulangt ferðalag til Íslands.

„Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið. Svo mikil upplýsingaóreiða í gangi og miklar tilfinningar í spilinu,“ sagði Mary í viðtali þegar þau hjónin voru um það bil að fara úr landi.

Kusu snemma og fóru

Í viðtali við miðilinn Axios segir Tony að öll fjölmiðlaumfjöllunin í kringum forsetakosningarnar geri það of stressandi að vera heima í Bandaríkjunum. Þessu hafi þau lent í árið 2020 þegar Joe Biden og Donald Trump áttust við. Þá hafi hjónin reynt hvað þau gátu til þess að leiða þetta allt saman hjá sér til þess að geta slakað á.

„Í ár fannst okkur betra að bara flýja land,“ sagði Tony í viðtalinu.

Hjónin eru hins vegar ekki alfarið mótfallin stjórnmálaþátttöku. Þau kusu snemma utan kjörfundar áður en þau héldu af stað í ferðalagið. Á Íslandi hyggjast þau aftengja sig umfjöllun um bandarísk stjórnmál og njóta ævintýra í náttúrunni í staðinn.

Grimmd, stress og kvíði

Tony og Mary eru ekki einu Bandaríkjamennirnir sem ætla að flýja land. Í Inside Edition er einnig rætt við konu að nafni Sophia Gallup og starfar sem lobbíisti í Washington. Myndi maður halda að hún væri öllu vön þegar kæmi að pólitísku áreiti en kosningarnar í ár eru of mikið. Hún ætlar til Spánar á meðan þeim stendur.

„Vegna minnar eigin geðheilsu fer ég úr landi núna. Það er svo mikil grimmd, stress, kvíði og spenna í gangi í aðdraganda þriðjudagsins. Það hjálpar minni geðheilsu að fara úr landi,“ sagði Sophia.

Fer í sumarbústað

En ekki allir búa við þann lúxus að geta farið úr landi til þess að losna við heiftina og stressið sem liggur í loftinu í Bandaríkjunum núna. Það er þó hægt að dempa þetta með því að fara út í sveit.

Krysten Copeland, sem býr í Washington, ætlar að flýja borgina og vera í sumarbústað í Canaan hæðum í Vestur Virginíu fylki.

„Af því að það er orðið ljóst að þessi kosning er harðari en flestir bjuggust við ákvað ég að vera örugg og halda geðheilbrigðinu utan við borgina,“ sagði Krysten í viðtalinu við Inside Edition.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bjarni skar út „hryllilegasta“ grasker í heimi – Sjáðu hvað stóð á því

Bjarni skar út „hryllilegasta“ grasker í heimi – Sjáðu hvað stóð á því
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fjögurra manna fjölskylda komst úr brennandi íbúð í Kópavogi í nótt

Fjögurra manna fjölskylda komst úr brennandi íbúð í Kópavogi í nótt
Fréttir
Í gær

Leikskóli í Breiðholti skotmark skemmdarvarga – „Stórhættulegt börnunum okkar“

Leikskóli í Breiðholti skotmark skemmdarvarga – „Stórhættulegt börnunum okkar“
Fréttir
Í gær

Einar Kárason gagnrýnir RÚV harkalega – „Þar er varnarbaráttu Úkraínumanna gegn innrás líkt við árásarstríð Napóleons gegn Rússum 1812“

Einar Kárason gagnrýnir RÚV harkalega – „Þar er varnarbaráttu Úkraínumanna gegn innrás líkt við árásarstríð Napóleons gegn Rússum 1812“
Fréttir
Í gær

Maður sem grunaður er um að hafa banað móður sinni í Breiðholti hafði nýlokið afplánun og var álitinn hættulegur

Maður sem grunaður er um að hafa banað móður sinni í Breiðholti hafði nýlokið afplánun og var álitinn hættulegur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona í klóm eltihrellis eftir stutt kynni á gistiheimili – Skildi eftir rós á tröppunum og áreitti hana í kirkju

Kona í klóm eltihrellis eftir stutt kynni á gistiheimili – Skildi eftir rós á tröppunum og áreitti hana í kirkju